Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 136
12G
BÚNAÐARRIT
Ritstörf, auk bréfaskrifta, sem ég kann ekki að telja,
eru skýrslur þær um verkfæratilraunir, sem áður voru
nefndar, og nokkrar aðrar greinir um landbúnað í
»Búnaðarritinu« og blöðunum, smárit um tilbúinn áburð,
sem gefin hafa verið út í nafni Aburðarsölu ríkisins o. fl.
þess háttar.
Ferðalög innanlands hafa verið lítil og eigi tímafrek,
en til útlanda hefi ég farið nokkrar ferðir, sumpart í
þarfir S. í. S. og starfsemi minnar þar, en einnig að
nokkru í þarfir B. Isl.
Utlanda-ferðirnar hafa verið þessar:
1927 til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Aðal-
erindi að skoða þúfnabana, sem B. Isl. buðust til kaups,
og afgera um kaup á þeim. Var fjarverandi frá 28. sept.
til 17. okt.
1928 til Noregs, Svíjþjóðar og Þýzkalands. Aðalerindi
að undirbúa viðskipti Áburðarsölunnar, sem hófst þá um
haustið. Var fjarverandi frá 9. ágúst til 18. sept.
1929 til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í ýmsum
erindum fyrir S. í. S. Var fjarverandi frá 3. nóv. til
29. nóv.
1930 til Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Þýzkalands
í ýmsum erindum fyrir S. í. S. og Áburðarsölu ríkisins.
Var fjarverandi frá 16. júlí til 9. sept.
1932 til Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands.
Aðalerindi að kynnast hinni nýju finnsku votheysgerð,
sem nefnd er A. I. V. heyverkun, og semja um leyfi
til þess að nota aðferðina hér á landi. S. I. S. og B. í.
keyptu einkaleyfisréttinn í samlögum. Var fjarverandi
frá 18. júlí til 5,- sept.
í þessum ferðalögum erlendis, sem hér eru að eins
stuttlega nefnd, hefi ég, eins og gera má ráð fyrir,
komið víða við og notað gefin tækifæri til að kynna
mér ýmislegt viðvíkjandi búnaði, heimsótt tilraunastöðvar,
skóla, sýningar, námsskeið, verksmiðjur o. s. frv., og í
því oft farið meira eftir því hvað mig fýsti að sjá og