Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 437
BÚNAÐARRIT
427
sýna fram á, hvaða aðferðir væru heppilegastar til þess
að vinna jörðina, að ræsa fram, að veita vatni á, að bera
kalk á, að fara vel með búfjáráburðinn, nota tilbúinn
áburð, velja og rækta arðvænlegustu og kynbeztu plöntur,
sem bezt þola veðurfarið á hverjum stað, útrýma hættu-
legum sveppum og bakteríum, hafa hönd í bagga með
bakteríulífinu í jarðveginum, sá þeim bakteríum, sem safna
köfnunarefni úr loftinu o. s. frv. En þar sem jarðrækt
nútímans notar enn gamlar ræktunaraðferðir, er beitt
hefir verið frá alda öðli, geta vísindin oftast skýrt, í
hverju aðferðir þessar hafa verið fólgnar, enda hafa þau
oft bætt galla þeirra og aukið þær á ýmsan hátt.
Hagkvæm og góð samvinna milli reynslunnar og vís-
indanna hefir ávalt leitt fljótast og bezt til framfara.
Slík samvinna er auðsjáanlega að byrja á Islandi, og eitt
af því, sem ég tók sérstaklega eftir og einna bezt fest-
ist í minni mér, var fyrsta ferð mín úr Reykjavík. Henni
var heitið að bæ Thor Jensens stórkaupmanns, Korpúlfs-
stöðum, en þar var slík samvinna framkvæmd á ágætan
hátt.
Það, sem ég fyrst veitti athygli á þessari leið, voru
þýfnir móar og þýfnar mýrar, gróðurlausir, og að því er
virtist, ófrjóir melar. Melarnir minntu mig mest á hina
svonefndu »örfoka sanda« (affögne Sande) á Jótlands-
heiðum. Þeir eru líka þaktir smásteinum og malarruðn-
ingi vegna þess, að öll fínni korn eru blásin burt. Það,
sem eftir liggur, er ófrjór örfoka sandur og möl, sem
ómögulegt er að fá jurtir eða tré til að þrífast í.
Þess vegna furðaði mig stórlega á því, að þessir beru
melar höfðu verið teknir til ræktunar á Korpúlfsstöðum
og þeim breytt í frjósamar ekrur og tún. Og þetta var
meir að segja árið eftir að stærstu steinunum hafði verið
rutt burt og jörðin plægð. Þegar ég síðar lét rannsaka
þennan jarðveg á rannsóknastofu minni (sjá I, V og VI
í töflunni á bls. 10—11), fann ég orsakirnar til þess,
að hann gat borið slíka uppskeru. Ekki var síður ánægju-