Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 427
B U N A f) A R R I T
417
efni andrúmsloftsins, hvort heldur þær lifa frjálsar og
út af fyrir sig, eins og Azotobacter, eða í rótarhnúðuin
belgjurtanna.
Það, sem jarðvegurinn getur haldið í sér af „hygro-
skopisku“ vatniJ), stendur í nánu sambandi við þann
hæfileika, sem hann hefir til þess að haida í sér vatni
yfirleitt, þ. e. a. s. því vatnsmagni, sem jarðvegurinn
dregur í sig af vætu þeirri, sem nálæg er. Þetta vatns-
magn getur verið allt að 10 sinnum meira en hið
»hygroskopiska« vatn. Það síðarnefnda er svo fast
bundið, að rætur jurtanna geta ekki náð því úr jarð-
veginum. En hitt vatnsmagnið, sem eðlilega getur að
eins náð hámarki sínu þar sem úrfelli er nægilegt, og
gufar upp að meiru eða minna leyti við venjulegan hita
(t. d. með því að þurka mold í stofu), getur þó oft hald-
izt lengi í jarðveginum, ef hann er nógu fínkornóttur og
auðugur af kolloidal efnum, eins og sá jarðvegur, sem
hér er um að ræða.
En þetta vatn er þó ekki fastar bundið en það, að
plönturnar geta nærst af því. Þær tölur, sem tákna
»hygroskopiskt« vatn, eru yfirleitt háar, og þær benda
líka í þá átt, að jarðvegurinn geti haldið í sér miklu af
vatni. Þótt þeir hæfileikar, sem jarðvegurinn hefir til þess
að halda í sér vatni, hafi ekki verið ákveðnir í þessum
sýnishornum, má þó fara nærri um þá, með því að at-
huga hið mikla magn af samböndum þeim, sem leysast
upp í súru ammoniumoxalati [Fe203, AI2O3 og SÍO2],
sem sennilega að mestu leyti eru ólífræn kolloidal efni,
og ásamt lífrænum kolloidal efnum eru þau einmitt þeir
hlutar jarðvegsins, sem gæddir eru þeim hæfileikum, að
geta haldið í sér vatni. I þessum efnabrotum er þó
áreiðanlega dálítið af fínum kristalinskum kornum, sem
1) Sjá löfiuna yfir „Eðliseiginleika", bls. 6. — Einnig Fr. Weis:
„Fortsatle fysiske og kemiske Undersögelser over danske Hede-
jorder etc. Det kgl. Danske Videnskabernes Selskab. Biologiske
Meddelelser. X, 3. 1932, bls. 46-63.
27