Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 35
B U N A1) A R R I T
29
talið nein sérstök eign, nema föt o. þ. u. 1. Kemur því
ekki nema lítið til greina á efnahagsyfirlilinu, en í dag-
bók og á vinnuskýrslu.
Annar kafli.
Ðúreikningafærsla.
I. Efnahagsyfirlit (bls. 76—81).
• Hlutverk þess er aðallega tvennskonar:
1. Það á að sýna hreina eign bóndans frá ári til árs,
en það er mismunur þess, sem hann hefir undir hönd-
um og þess, sem hann skuldar. Það gefur að skilja, að
bóndanum er ekki að eins nauðsynlegt að vita um tekjur
°2 gjöld búsins, hann þarf einnig í sambandi við það
að fá vitneskju um, hvort eign hans minnkar eða eykst.
Efnahagsyfirlitið er einn fyrsti og helzti búreikningur-
inn og væri það stór framför, ef bændur færðu það,
Þótt ekki væri meira í byrjun.
2. Þegar um sundurliðaða búreikninga er að ræða,
þarf efnahagsyfirlitið að geta sýnt eigu eða innstæðu
sérhverrar búgreinar. Þetta kemur til af því, að hver
búgrein verður að gjalda vexti af því fé, sem stendur í
eignum hennar, hvort sem bóndinn hefir tekið það til
láns eða ekki. Vér getum hugsað oss, að bóndinn hafi
byrjað með tvær hendur tómar og hafi orðið að taka fé
til láns til jarðar- og bústofnskaupa. Rentur af láni þessu
er engin sanngirni í að bóndinn greiði af sínu eyðslufé,
heldur verður bú hans að bera það, þ. e. búgreinarnar
í hlutfalli við innstæðu sérhverrar þeirrar. En sama gildir
auðvitað, þótt bóndinn hafi átt peningana sjálfur.
I efnahagsyfirlitinu á bóndinn að virða allt, sem hann
hefir undir höndum: fasteign, búfé og dauða muni, og
einnig allt, sem hann skuldar, hvort heldur er við pen-
ingastofnanir, verzlanir eða einstaka menn. Verður því að
skrifa upp hverja tegund hluta, sem til er i eign bónd-