Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 47
BÚNAÐARRIT
41
um það hvernig peningunum er eytt og verður varla
deilt um, að margir hefðu gott af því.
Avísanir. Vmsar greiðslur manna á milli fara fram í
ávísunum, í stað beinna peningaviðskipta. Strangt tekið
kemur þetta sjóðreikning ekki við, en einhversstaðar
burfa þessi viðskipti að færast, til þess að sjáist að þau
hafi átt sér stað, og er þá venjulega hentugast að færa
Þau í sjóðreikning.
Algengustu ávísanir eru tékkar og vixlar.
Tékk er ávísun, sem einn maður getur gefið öðrum
á eign sína annarsstaðar. A. á t. d. inni í sparisjóði
kr. 200,00. Nú kaupir hann hest af B. fyrir kr. 100,00,
hefir ekki peninga hjá sér, en gefur B. tékk, þ. e. ávísun
á, að taka kr. 100,00 út úr reikningi sínum við spari-
sjóðinn. A. getur þannig haft peninga sína í sparisjóðn-
um og fengið þar rentur af þeim, en gripið til þeirra
begar á liggur.
Greiðsla, sem er framkvæmd á þennan hátt, kemur í
raun og veru sjóðreikningi ekki við, því að engir pen-
ingar hafa gengið í gegn um sjóðinn. Til þess að valda
því ekki ruglingi á reikningsfærslunni verður að færa
hina ávísuðu upphæð bæði tekju- og gjaldamegin. Þetta
má skýra á þann hátt. Vér getum hugsað oss, að fyrst
tæki A. kr. 100,00 úr sparisjóðnum og léti í budduna.
t*að færist tekjumegin á sjóðreikning. Síðan borgi
hann þessar kr. 100,00 til B. Þá skrifast þær gjalda-
megin.
Það er algengt að menn fá lán hjá peningastofnunum
á þann hátt, að selja þeim víxla. Eru víxlarnir þannig
notaðir sem form fyrir- ábyrgð, Heppilegast mun vera,
að hafa víxlareikning í viðskiptareikningum (sjá nánar í
næsta kafla um viðskiptareikninga). Taki maður víxillán
(selji víxil), skrifast sú upphæð tekjumegin í sjóðreikn-
>ng, en sem gjöld hjá víxlareikningi. Þegar víxillinn er
Sfeiddur, færist upphæðin aftur á móti sem gjöld fyrir
sjóðreikning, en tekjur hjá víxlareikningi. Þess skal gætt,