Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 96
8(5
BÚNAÐARRIT
félagsmann, þá er félaginu heimilt að létta af iðgjöld-
unum að nokkru eða öllu, eftir því sem reynslan telur
þá óhætt.
Til að létta framsetningu dæmisins, set ég hér töflu,
sem sýnir sennilega afkomu þessa fóðurbirgðafélags, og
skal þá skýra hvern einstakan lið hennar:
1- dálkur segir, hve lengi félagið hafi starfað, er hver
og ein uppgerð á tekjum þess og eignum fór fram.
2. dálkur sýnir, hve mikla fjárhæð tryggingarsjóður
hafði á vöxtum s.l. ár.
3. dálkur segir, hve mikið fé fékkst sem renta af eign
félagsins s.l. ár, miðað við lága sparisjóðsvexti, eða
4 0/o.
4. dálkur tilgreinir iðgjöld af búfé félagsmanna.
5. dálkur telur framlög hlutaðeigandi sveitarsjóðs, og
er þar gert ráð fyrir, að sveitarsjóður greiði lög-
mælt framlag sitt til félagsins, með jöfnum ár-
greiðslum, á 10 árum.
6. dálkur sýnir ríkissjóðsstyrkinn, en hann er settur
samkvæmt búfjárræktarlögunum. — Á töflunni er
enginn ríkissjóðsstyrkur tilgreindur fyrsta árið, af
því að hann er greiddur eftir á, er félagið hefir
skilað skýrslu fyrir s.l. ár og reikningum fyrir sama
tíma.
7. dálkur dregur frá tekjum tryggingarsjóðs það, sem
áætlað er að eftirlitið kosti. Er þessi áætlun miðuð
við reynslu fóðurbirgðafélaganna, sem hafa starfað
undanfarin ár. Fyrsta árið er kostnaðurinn áætlaður
50 kr. hærri en síðar, vegna skýrslubókakaupa í
þágu félagsins. — Nú kann einhverjum að virðast,
að þessi liður sé óvarlega lágt áætlaður, og er þá
því að svara, að á móti því kemur sú varúð, að
áætla vextina alltaf 4°/o, þó víða sé hægt að ávaxta
sparifé hærra. Þá er og á að líta, að er sjóðurinn
vex, þá má ávaxta hluta af honum í tryggum verð-
bréfum, t. d. jarðræktarbréfum eða Söfnunarsjóði