Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 459
B Ú N A Ð A R R I T
449
framparti skrokksins. Þess vegna leggjum við áherzlu á
að fá það lag á malirnar, að það geti safnast fyrir á
þeim sem mest kjöt.
En auk þess sem við viljum hafa malirnar beinar, þá
viljum við líka hafa þær breiðar, Það gerir hvorttveggja,
skapar meira rúm á þeim, og gerir líkur fyrir, að án-
um, sem aldar eru undan hrútnum, gangi betur að bera
en ella. Hér við bætist svo það, að við viljum hafa mal-
irnar ferkantaðar. Það verða þær, þegar jafnlangt er
milli lærhnúta og malarhorna. Við leggjum fingurgómana
á malarhornin en úlnliðina á lærhnúturnar, og aðgætum.
hvort línurnar, sem hendurnar þá mynda nálgast hvor
aðra er aftur kemur. Það eiga þær ekki að gera, þær
eiga að liggja samhliða.
En til þess að ferkantaða lagið komi glöggt í ljós,
þá þarf líka lærliðurinn að koma sem aftast upp í mal-
irnar. Sá hluíi þeirra, sem er þar fyrir aftan, er kjöt-
lítill, og venjulega mjórri, og sé hann langur, fá malirnar
afturdrepið tortulag á sig.
Malirnar eiga því að vera breiðar, ferkantaðar og beinar.
Við þetta er nú samt tvennt að athuga. Annað er það,
að því aftar, sem lærliðurinn kemur upp í malirnar, því
erfiðara á kindin með snöggar hreyfingar og gang í
bratta, og hitt er það, að því beinni sem malirnar eru,
því ver er kindin fær um hraðan langan rekstur, og því
erfiðara er henni um allar hreyfingar. Þetta hvorttveggja
gerir það, að hér verður að aka seglum eftir vindi, og
hvergi að fara lengra í því að krefjast beinna mala og
lærliða aftarlega upp í þær en það, að féð sé samt gott
til gangs eftir þeim skilyrðum og því landi, sem það á
að Iifa í.
Þetta atriði, að kjötið úr afturparti kindarskrokksins, er
selt hærra verði en kjötið úr frampartinum, og að hrút-
ar hafa æfinlega meira kjöt í framparti en geldingar og
gimbrar, er ein helzta ástæðan til þess, að geldings-
skrokkar seljast fyrir hærra verð en hrútsskrokkar.
29