Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 213
B Ú N A Ð A R R I T
203
i'ulls, að nitrophoska er áburður, sem fj'llilega jafn-
ast á við einstakar tegundir tilbúins áburðar, þær sein
nú eru kunnar, enda staðfesta niðurstöðurnar reynslu
fjölda bænda víðsvegar um land, um þenna áburð. En
hitt befir ekki verið reynt, hvort ekki mætti ná betri
árangri, með þvi að bera á einstakar tegundir með
nitrophska, og mismunandi eftir því hvernig áburðar-
þörfinni cr háttað á hverjum stað.
Rétt er að geta þess, að eitt árið (1930) gaf nitro-
phoska heldur minni eftirtekju en áburðarskammt-
arnir á nr. 3 og 4 og fyrsta árið gefur það lítið meira,
en einmitt þau árin var lengst liðið fram á vorið
(19. maí 1928 og 28. maí 1930), þegar það var borið á,
en hin árin var það borið á i byrjun maímánaðar, og
þá nýtur það sín betur. Gaman er að veita því athygli,
að s. 1. suinar kemst eftirtekjan upp í 114,5 hestl). (á
100 kg.) af ha., eða 36 hestburði af dagsláttu, en gott
meðaltún gefur um 114 hesta af 3 ha.
III. Samanburðiir mismnnandi köfnunarefnis-
'áburðar.
Svo sein kunnugt er, þá eru til margar tegundir af
köfnunarefnisáburði, mismunandi bæði að köfnunar-
efnismagni og eins um það, i hverjum samböndum það
er. Er þá aðallega um að ræða saltpétursköfnunarefni
og ammoníak-köfnunarefni, og erlendar tilraunir hafa
sýnt, að það fer m. a. bæði eftir gróðurtegund og jarð-
vegstegund, hver .áburðartegundin reynist notadrýgst,
og ber að taka þá reynslu til greina, þegar velja skal
um tegundir, og jafnframt að taka tillit til verðlagsins.
I>ótt nokkuð megi styðjast við þessa almennu er-
lendu reynslu hér á landi, þá verður það ekki gert að
öllu leyti. Þess vegna hefir þótt ástæða til að gera hér
samanburðartilraunir, með nokkrar tegundir köfnun-
arefnisáburðar, en hér í Gróðrarstöðinni hefi ég aðeins
gelað gert þær tilraunir á túni, mýrlendu, og þó nokk-