Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 454
444
BÚNAÐARRIT
nema alveg eðlilegt, að spurt sé: Hvaða þýðingar hafa
þessar sýningar þá? Til hvers er þá verið að senda
bæði þig og aðra til að halda þessar sýningar? Sýning-
arnar eiga að hafa þýðingu, þó að þessu gamla tak-
marki þeirra verði ekki náð að sinni, og það, sem á að
réttlæta að lagt er fé til þeirra, er það, að á þeim á að
skerpa og skýra fyrir mönnum markið, sem að ber að
stefna í sauðfjárræktinni, og benda á þær leiðir, sem
helzt er hægt að fara, til þess að ná því takmarki, sem
að er stefnt. Hvort sýningin hér í dag á því tilverurétt
eða ekki, það fer eftir því, hvort mér tekst að útskýra
svo fyrir ykkur, hvernig vel byggð kind á að vera byggð,
að ykkur sé það ljósara en áður, og hvort mér tekst
að lýsa því, hvað þið helzt getið gert, til að fá ykkar
fé þannig byggt. Heppnist mér ekki þetta, þá á sýningin
ekki tilverurétt, heppnist mér þetta að einhverju leyti,
þá er ekki unnið fyrir gýg, þá hefir sýningin sín áhrif
og á sinn tilverurétt.
Það liggur þá fyrst fyrir mér, að reyna að lýsa fyrir
ykkur, hvernig vel byggð kind á að vera byggð, og miða
ég þá við hrút þriggja vetra eða eldri.
Hrúturinn á þá fyrst og fremst að vera það þungur,
að hann vegi kringum 100 kg. En þó við óskum þess,
og leggjum áherzlu á að þyngdin sé sem mest, þá er
þyngdin ein sér ekkert aðalatriði.
Við úrval fjárins má ekki leggja einhliða áherzlu á
þyngdina, heldur verður að athuga hana í sambandi við
málin og það, hvað ætla megi að hrúturinn hafi mikið
kjöt, miðað við lifandi þunga. Lifandi þungi kindarinnar
og skrokkþunginn á blóðvelli, standa ekki í ákveðnu
hlutfalli hvor til annars. Við tölum um, hve mörg kjöt-
prósent kindin hafi, og eigum þá við með því, hve mörg
kjötpund við fáum í skrokknum fyrir hver 100 pund í
lifandi þunganum. Það er algengast hér á landi, að 100
punda dilkurinn leggur sig rétt í kringum það, að hafa
40 punda skrokk á blóðvelli, en það er líka til, að það