Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 43
BÚNAÐARRIT
37
hægt væri að hugsa sér, að peningarnir hefðu fyrst verið
lagðir í sjóðinn á því augnabliki, er byrjað var á reikn-
ingnum. Þessi upphæð er í forminu, sem sýnt er, kr. 50,00.
Næstu viðskiptaliðir eru keyptur pappír og blek fyrir
kr. 1,50 og keyptar bækur fyrir kr. 10,00, færist hvort-
tveggja í gjaldadálk. Þá er tekið á móti vinnulaunum
kr. 40,00, skrifast á tekjudálk o. s. frv. En hafa verður
það hugfast, að enginn 'af þessum viðskiptaatburðum má
koma inn í sjóðreikning, nema goldið sé í reiðu pen-
mgum. Sé það ekki gert færast þeir á viðskiptareikning.
Við og við þarf að gera sjóðreikning upp, annaðhvort
þegar bls. eða opnan er útskrifuð, eða með ákveðnu
millibili, t. d. á viku til mánaðar fresti.
Uppgjörið er í því fólgið, að tekjur og gjöld er lagt
saman. Mismunurinn er peningar í sjóði og skrifast nú
Staldamegin sem jöfnuður. Það má sem sé hugsa sér,
að þessi sjóðreikningur láti af hendi peningana til næsta
sjóðreiknings. Er þá eðlilegt að það sé skrifað sem
gjöld hjá þessum, en svo aftur tekjur fyrir sjóðreikning
næsta tímabils og hann er því látinn byrja með þeirri
sömu upphæð tekjumegin. í reikningi þeim sem hér er
sýndur (bls. 36), eru tekjurnar alls kr. 195,00, en
gjöldin alls kr. 88,50. Mismunurinn, kr. 106,50, færist
gjaldamegin on er þá jöfnuður á reikningnum.
Nú er talið í buddunni, hvort ekki finnist þar kr.
106,50 eins og vera ber. Sé svo, þá er allt rétt, jöfnuð-
urinn færist efst á sjóðreikning næsta tímabils sem tekjur
0- s. frv. En oft vill nú brenna við að upphæðin í budd-
unni stendur ekki heima við sjóðreikninginn og stafar
það af einhverskonar villum við sjóðbókarfærsluna. Venju-
lega mun vera minna í buddunni en á að vera, og stafar
þá oft af því, að gleymst hefir að færa útborganir í
sjóðreikninginn. En villan getur líka verið af ýmsum
öðrum ástæðum og gagnstæð:
a. Rangt lagt saman.
b. Tekjuliður færður í gjaldadálk eða gagnstætt.