Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 443
BÚNAÐARRIT
433
nýs atvinnuvegar, er kemur til með að gefa góðan arð
og taka stórum framförum í náinni framtíð.
Þar eð ég hefi tekið allmikinn þátt í skógræktarmál-
um í mínu eigin landi og tekið þátt í starfseminni til
þess að auka framleiðslu skóganna og stofna til nýrra
skóga í héruðum, sem áður voru skóglaus, með því að
nota harðgerðar og hraðvaxnar trjátegundir, þá veitti ég
íslenzku skógunum sérstaka athygli, og eins því, sem
plantað hefir verið á síðari árum, til þess að koma upp
nýjum skógi. Að því er hið síðarnefnda snertir, þá virt-
ist mér að það, sem plantað hefir verið á Þingvöllum
af fjallafuru og öðrum barrtrjám, liti vel út, næstum eins
vel og margt af því, sem vaxið hefir á Jótlandsheiðum
á jafnlöngum tíma. Þetta getur þó orsakazt af heppi-
legri legu staðarins, sem sé í halla á móti austri, á klöpp
með hæfilegu moldarlagi ofan á og í hlé fyrir vestlæg-
um vindum. Því það, sem ég sá af fjallafuru við Rauða-
vatn, var hvergi nærri eins gott. Mér hefir þó verið sagt,
að þar hafi vöxturinn verið ágætur á síðustu árum.
Sama máli gegnir um þær skógaleifar, sem ég sá við
Þingvelli, við Vellankötlu og í Þrastaskógi. Það gat ekki
verið fjárbeitin eingöngu, sem hélt kjarrinu niðri, heldur
leit út fyrir, að vorfrostin, er koma eftir að birkið er
sprungið út, styttu þeim árssprotum aldur, sem vinna
eiga að hæðarvexti trjánna. Af því fengu trén að eins
óeðlilega dvergsprota, í stað venjulegra toppsprota. Það
var eins og birkið hefði breytt sér í lága skuggsæla
runna, vegna hinna mörgu þéttstæðu blaða, í stað þess
að fylgja eðlilegum þroska og vaxa beint upp. En ég
veit, þótt ég hafi ekki séð það sjálfur, að þroskamiklir
birkiskógar eru til á íslandi, þar sem trén hafa náð
8 — 9 metra hæð við friðun og grisjun og sennilega eiga
eftir að ná enn meiri hæð. Á þessum stöðum myndi
vera unnt að tala um reglulega skógrækt.
Víða á þeim slóðum, er ég kom á, sá ég bæði vel
þroskuð birkitré;’ og há og þróttmikil reynitré í görðum
28