Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 377
BÚNAÐARRIT
367
að vera almenningi færari, lil að hafa yfirumsjón sam-
eiginlegra framkvæmda og leiðbeina um félagsleg við-
fangsefni.
Kröfur þær, er gera þarf lil slíkra manna, eru:
1. Að þeir séu gæddir þeim hæfileikum og hagfræði-
legri dómgreind, er gerir þá hæfa til slíks starfs.
2. Að þeir hafi tileinkað sér staðgóða þekkingu í helztu
frumatriðum búfjárræktar og jarðyrkju, bæði bóklega
og verklega, er sniðin sé, að því er frekast er unnt,
eftir staðháttum okkar og sérstöðu í búnaði.
3. Að þeir séu búsettir meðal bændanna sjálfra (héraðs-
ráðunautar), og hafi við þá stöðugt samband gegn um
þau viðfangsefni, er fyrir liggja. Þeir þurfa að vera
gerkunnugir því svæði, sem þeir eiga að vinna fyrir,
og þekkja sem bezt fjárhagslega aðstöðu hvers ein-
staks bónda.
En hvernig á svo að sjá fyrir undirbúningi slíkra
manna ?
Almennt nám á bændaskólunum, eins og þeir nú eru,
virðist ekki einhlítt.
Nám við erlenda búnaðarskóla er of dýrt, í hlutfalli
við þau kjör, sem fært er að bjóða þessum mönnum,
auk þess sem mikið af því fjallar um efni, sem fjarskylt
er okkar búnaðarháttum og sérstakri aðstöðu á margan
hátt.
Úrræðin virðast því helzt vera þau, að gerðar væru
ráðstafanir til þess, að koma upp innlendri ódýrri kennslu
fyrir þessa menn, þar sem félitlum mönnum væri, að af-
loknu bændaskólaprófi, gert kleift að afla sér nokkurs
framhaldsnáms, og fræðslan svo mikið sniðin við íslenzka
staðhætti sem kostur er á.
Hvernig þessu framhaldsnámi yrði fyrir komið, þarf
athugunar við. En nefndinni virðist tiltækilegast að verk-
leg æfing, til viðbótar við það, sem fengist á bænda-
skólunum, færi fram á fyrirmyndarbúum, ef þau komast
á fót, eða á einstöku myndarlega reknum bændabúum,