Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 175
BÚNAÐARRIT
165
Vallarfoxgras virðisf bera laklega þroskað fræ, þó er
nokkur munur á stofnum.
Axhnoða-puntur og enskt rýgresi náðu fremur góðum
þroska, en órannsakað er enn þá hvernig fræið reynist.
í næstu skýrslu mun ég birta niðurstöður, þær er fást
við frærannsóknirnar í vetur.
Grasfræ það, sem framleitt var í stöðinni 1931, spíraði
alit fremur vel og sumt ágætlega. Voru rúm 180 kg
seld af því í vor, og hefir það komið vel upp, þar sem
ég hefi til spurt. Hér í stöðinni var sömu blöndu og
seld var sáð í tvo 40 m2 reiti, 1/2 og 1 sáðmagni (1
sáðmagn = 45 kg á ha). Voru þeir fullgrónir í haust, og
mér virtust íslenzku reitirnir vera með þéttara grasi en
þeir reitir, sem erlendu grasfræi var sáð í.
Rannsóknirnar á fræinu frá sumrinu 1931 urðu eins
og neðan 'greinir: Fjöldi Gróhraöi Grómagn 1000 fræ vega
Tegundir sýnish. 0/0 0/0 gr.
Túnvingull 27 75,3 85,7 1,136
Sandvingull .... 1 38,0 49,0 3,100
Hávingull (2stofn.) 2 49,5 86,0 2,300
Háliöagras 6 66,7 88,5 1,210
Snarrótarpuntur. . 3 51,7 64,7 0,360
Blásveifgras .... 1 67,0 91,0 0,450
Vallarsveifgras . . 3 19,7 48,7 0,483
Ofangreint yfirlit ber það með sér, að flestar tegund-
irnar hafa að meðaltali gróið vel. Hávingullinn hefir
reynst vel hvað fræþyngdina snertir, hún er meiri en
erlendar rannsóknir hafa sýnf. Kemur hér sama fram
og með aðrar tegundir, að fræstærðin verður hér á landi
meiri en í suðlægari og heitari löndum. Þetta fyrirbrigði
virðist vera þeirrar tegundar, að ekki sé hér um kyn-
ferði að ræða. Fræstærðin er hér meiri vegna veðrátt-
unnar. Lágur hiti, súldurslegt loftslag og þar af leiðandi
langur sprettutími er að mínu viti aðal-orsökin. — Aftur
á móti hefir þessi tegund haft lágan gróhraða, en heildar-
grómagn er sæmilegt. Að öðru leyti vísast til yfirlitsins.