Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 444
BÚNAÐARRIT
434
og heima við bæi. Hér, nálægt mannahíbýlum, uxu trén
auðsýnilega betur en úti um haga og móa. Þetta er líka
reynsla manna annarsstaðar, þar sem erfitt er að fá
trjágróður fram. I nánd við mennina er hlúð að trján-
um, þrifið til í kring um þau, borinn að þeim áburður
og veitt skjól fyrir vindum. Á þessum stöðum gæti því
verið hægara að reyna erlendar trjátegundir, sem gætu
þolað íslenzkt veðurfar, og sennilega væri unnt að finna
þær tegundir, sem næðu enn betri þroska en innlend
tré. I því tilliti vildi ég ráðleggja að reyna ýmsar hrað-
vaxta, þurftalitlar og harðgerðar trjátegundir frá Asíu
(Larix leptolepis, L. kurilensis, L. koreénsis og L. da-
hurica og ef til vill L. siberica), sem hafa sýnt einstak-
lega góðan árangur, er þeim hefir verið plantað á józku
heiðarnar. Sitka-greni frá Alaska, hvítelri af heppilegu
kyni (þetta tré er afar breytilegt), mundu sennilega geta
þrifizt á Islandi. Og öll þessi tré vaxa afar fljótt, svo
bráðlega væri unnt að komast að raun um notagiidi þeirra.
Það ætti sennilega að byrja skógræktina með því, að
planta kring um hús og bæi, og reyna að fá trén til þess
að veita bústöðum mannanna hlé og hlýju. Reyna ýmsar
trjátegundir og safna reynslu á þann hátt um það, hvað
mögulegt væri að planfa úí í stærri stíl. Það, sem ég sá
af trjárækt í görðum í Reykjavík, í Hellisgerði í Hafnar-
firði, en þó einkum það, sem ræktað var í Múlakoti í
Fljótshlíð, var svo álitlegt, að það hvatti mjög til áfram-
halds. Eg get hugsað mér að fjölda margar enn óreyndar
tegundir geti gefið miklu betri árangur.
Þótt það komi jarðræktinni ekki mikið við, langar mig
þó að fara nokkrum orðum um sjávarútveginn, aðal-
atvinnuveg íslendinga. Þeir hafa kunnað að færa sér
auðæfi hafsins í nyt á undraverðan hátt, einkum eftir
að þeir hafa komið sér upp sínum eigin togaraflota.
íslenzkur saltfiskur er alþekktur að gæðum, eins og
síldin, sem notuð er til þess að framleiða ýmsar dýrari
afurðir. En það er enginn efi á, að saltfiskurinn gæti