Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
C)1
150 hjá verkfærum o. s. frv. Kljst. kvenfólks eru marg-
faldaðar með 0,8. Hjá matreiðslu 1500 X 0,8 = 1200,
hjá húsgögnum 200 X 0,8 = 160 o. s. frv. Eins er
farið með vinnu unglings. Hjá matreiðslu 20 X 0,8 =
16 o. s. frv. Þar sem liðléttingar eru bæði fullorðnir og
unglingar verður að reikna út fæðið í tvennu lagi. Og
allar þessar tölur skrifast í viðeigandi dálka undir yfir-
skriftinni karlm.fæðiskl.st. I þverlínunni neðst fæst sam-
anlögð tala karlmannafæðiskl.st. hjá hverri búgrein og
alls yfir, t. d. 200 hjá fasteign, 150 hjá verkfærum o. s.
frv. og samtals fæst 9680. Vinnunni hefir nú allri verið
breytt í ákveðna einingu — karlmannafæðiskl.st. —
rneð tilliti til niðurjöfnunar á fæðiskostnaði viðkomandi
búgreinunum. Sá fæðiskostnaður var alls, samkv. fram-
ansögðu, kr. 2264,78. 2264,78 : 9680 = rúml. kr. 0,23
á karlm.f.klst. Með þessari tölu eru svo margfaldaðar
lölur karlm.f.kl.st. hjá hverri búgrein og fæst þá sá hluti
fæðiskostnaðarins sem þær eiga að bera, t. d. hjá sauð-
fé 1880 X rúml. 0,23 = kr. 440,00 o. s. frv. Sú tala
faerist í dagbók (sjá hana) sem tekið hjá sauðfé, en
Soldið hjá matreiðslu. Hjá fasteign, verkfærum og hús-
Sögnum stendur þetta þó ekki heima, því að þeir reikn-
ingar eru gerðir upp á undan matreiðslureikningi. Það
verður því að áætla fæðið hjá þeim, og sama er að
segja um fæðiskostnað í sambandi við matreiðslureikn-
ing sjálfan. Hér var fæðið áætlað heldur lágt, það mun-
ar kr. 45,64 alls. Þessu er ekki skipt niður á búgreinar
bær, sem eftir er að gera upp reikninga fyrir, heldur
færist sem goldið hjá matreiðslu, gagnstætt hefði fæðið
verið áætlað of hátt. Fæðiskostnaður sá, sem skiptist
milli búgreinanna, lækkar að sama skapi. (2625,42
45,64 = 2579,78).
Oft getur leikið nokkur vafi á því, hvernig færa beri
gesti. Menn, sem koma í þágu búsins, t. d. forðagæzlu-
menn, mælingamenn o. s. frv., er sanngjarnt að færa í
fæðisdagadálk búsins, en aðra gesti, sem ekki koma bú-