Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 461
BÚNAÐARRIT
451
í greiparnar á ykkur, en þá á hendin að liggja á slétt-
um, flötum fleti.
Þessu fylgir nú einn annmarki. Því hvelfdari sem rifin
eru því minni sléttan flöt fá herðablöðin að liggja upp
að og því sterkari þurfa vöðvarnir, sem skrokkurinn
hangir uppi í, að vera. Því er hætta á því, að samhliða
flötu herðunum komi lausir bógar, þ. e. bógar, sem ekki
falli að rifjunum, og því myndist hol milli þeirra og
herðablaðanna. Þetta má ekki verða, því með lausum
bógum fylgir linka og þolleysi. Því þarf að fara saman
flatar herdar og svo gðð vöðvafylla, að ekkert hús
myndist milli rifja eða skrokksins annars vegar og bógs-
ins hinsvegar, og að ekkert slöður finnist aftan við bóg-
ana, heldur sé þar vel vöðvafyllt, svo bógar og miðhluti
gangi alveg jafnt hvert yfir annað. Að þessu þurfið þið
vel að gæta, samhliða því sem þið reynið að fá og festa
flötu herðarnar á stofninum ykkar.
Samhliða þeirri byggingu, sem nú hefir verið reynt að
lýsa, bæði á mölum og herðum, fylgir óumflýjanlega góð
fótstaða, bæði á aftur og framfótum. Þó getur komið
fyrir, að fæturnir séu snúnir um kjúkurnar, og undan
þeim hrútum, sem hafa slíka fætur, á ekki að ala líffé,
hversu góðir, sem þeir eru að öðru leyti.
Við óskum eftir því, að hrúturinn sé sem holdmestur,
og sem holdþéttastur. Þetta viljum við vera láta, bæði af
því að þá er líklegt, að hrúturinn hafi góða kjöfprósentu,
og eins ber gott og þétt holdafar vott um, að hrúturinn
sé þrifinn, en ærhold og þaðan af verra holdafar ber
vott um, að hrúturinn þrífist illa, eða að eitthvað sé að
honum.
Húðin á að vera rauð þegar við flettum ullinni í
sundur og aðgætum lit hennar, og laus þegar við tök-
um í hana, svo bjórfyllan komi upp í hendina á manni,
en sé ekki þéttstrengd niður að skrokknum.
Rauð húð ber vott um, að efnaskipti kindarinnar séu
ör, en laus húð ber aftur vott um, að bandvefurinn, sem