Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 214
204
BÚNAÐARRIT
uð leirbornu, allt af á sama stað, en ekki allt af með
sömu reitastærð eða samreitafjölda. Fyrstu árin voru
aðeins tvær tegundir reyndar, Chilisaltpétur og norsk-
ur saltpétur, þá kom brennisteinssúrt ammoníak með
og síðar fleiri tegundir. Fyrstu árin voru ekki hafðir
köfnunarefnislausir reitir til samanburðar, en síðar
var það gert, og má þá sjá hvað köfnunarefnisáburð-
urinn hefir aukið eftirtekjuna, umfram það, sem fos-
forsýru- og kalíáburður hefir gert. Eftir að tilraunirn-
ar komust í fastara form, hefir jafnan verið hagað svo
til, að alstaðar væri borið á jafnmikið köfnunarefni,
þar sem köfnunarefnisáburður var borinn á- Á þá að
koma í Ijós, í hverri tegundinni köfnunarefnið er nota-
drýgst, en á því hefir orðið áramuijur, þótt ekki verði
það sýnt hér.
Það var ekki fyr en 1926 að farið var að hafa köfn-
unarefnislausa reiti til samanburðar ATið þá reiti, sem
hinar ýinsu reyndu köfnunarefnis-áburðartegundir
voru bornar á. Köfnunarefnisáburðurinn samsvaraði
600 kg. af þýzkum kalksaltpétri eða sem næst 46,5 kg.
af köfnunarefni á ha. hver sem áburðartegundin var.
Hver reitur var 25 m2 og samreitirnir 6 fyrir hverja
áburðartegund, sem samanburðar var leitað með.
Tafla VII sýnir meðaltalseftirtekju hinna reyndu
áburðartegunda, meðaltalseftirtekju köfnunarefnis-
lausra reita sömu ár og vaxtarauka köfnunarefnis-
áburðarins í kg. á ha.
Fyrir þær tegundir köfnunaráburðar, sem reyndar
hafa verið saman öll hin söniu ár, gefur taflan bend-
ingar um notagildi þeirra innbyrðis, og aftasti dálk-
ur sýnir hversu mikið hey hefir fengizt fyrir köfnun-
arefnisáburðinn og þar hefir kalkammon-saltpéturinn
mestan vaxtarauka. Þar af má þó ekki draga þá álykt-
un, að hann sé betri en hinar tegundirnar, vegna þess,
að hann er ekki reyndui' fyr en síðustu 2 árin og þá er
eðlilega farið að draga meira af eftirtekju köfnunar-