Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 176
166
BÚNADAHRI T
Til þess að rannsaka hvort nauðsynlegt sé að þurka
grasfræ meira en það þornar á fræstönginni eftir upp-
skeru, gerði ég tilraun s.l. vetur, sem á að sýna, hvort
það sé nokkur vinningur fyrir gæði fræsins til útsæðis.
Það skal tekið fram, að grasfræ það, sem notað var
í tilraunina, hafði þornað vel á stönginni um sumarið,
og virtist vera prýðisvel þurt. Það er þó vert að geta
þess, að nauðsynlegt hefði verið, að vita um vatnsmágnið
í fræinu áður en það var þurkað, og eins eftir auka-
þurkun, en því miður hafði ég ekki tæki til að rann-
saka það í þetta sinn.
Arangurinn varð, sem hér greinir:
Fjöldi Gróhraöi Grómagn 1000 fræ
sýnish. % % vega gr.
Túnvingulsfræ þurltað aukalega . . 3 85,0 89,0 1,159
----ekki þurkað aukalega 3 74,5 82,5 1,130
Tilraunin bendir ákveðið í þá átt, að aukaþurkunin
hafi gert fræið betra, aukið gróþróttinn, sérstaklega gró-
hraðann, en hann er mest verður, þegar dæmt er um
gæði sáðvöru.
Kemur hér súbending fram, að nauðsynlegt sé að þurka
fræið meira, en venjulega er hægt við útiþurkun síðla
sumars.
Annað það, sem gert hefir verið á árinu í þarfir gras-
fræræktar er fólgið í þeirri vinnu, sem lögð hefir verið
í kynbótatilraunir með grastegundir. Aðallega er unnið
með túnvingul. S.l. vor sáði ég 45 stofnum í smáraðir
til fræöflunar og athugana. Auk þess voru einangraðar
yfir frjóvgunartímann 17 pl. af túnvingul, og ætlast ég
til að nota það fræ til úrvals enn á ný, og sjá hvort að
fram kemur í afkvæmisfræi þessara 17 plantna klofn-
ingur eiginlegleika, eða fræið lítur á annan háft öðru-
vísi út en móðurplönturnar:
b. Túnrækt. Túnræktarfilraunir stöðvarinnar hafa verið
áframhald af fyrri tilraunum, er getið var um í síðustu