Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 330
H U X A Ð A R R I T
320
Nefndin vill mæla hið bezta með þessari styrkbeiðni,
en vill hins vegar taka það fram, að hún telur rétt að
binda styrkveitingu við þær rannsóknir, sem eigi út-
heimta neitt teljandi fastbundið fé, sem yrði að litlum
eða engum notum, ef tilraunum yrði hætt á þessum
stað. Hun lítur því svo á, að tilraunir með rannsókn á
köfnunarefni búfjáráburðar og mismunandi aðferðir við
notkun hans, sem bæði krefjast sérstaklega útbúinnar
áburðargeymslu, efnarannsóknaáhalda, sem kosta þó
nokkurt fé, og töluvert umfangsmikilla gróðrartilrauna,
beri eigi að taka upp í þessu sambandi, heldur fela þær
Ræktunarfél. Norðurlands og bæta aðstöðu þeirrar til-
raunastöðvar til þess að framkvæma slíkar rannsóknir,
með því líka að upplýst hefir verið, að í tilraunastöð
Ræktunarfélagsins eru til efnarannsóknaáhöld til þessa,
og að þar hefir á síðastliðnum árum verið byrjað á
nokkrum tilraunum með mismunandi aðferðir við notkun
búfjáráburðar.
Nefndin vill fyrst og fremst binda fjárveitinguna við
jarðvegsrannsóknir, svo sem sýrurannsókn, athuganir á
eðlisásigkomulagi jarðvegsins, fosfórsýrurannsókn og
ýmsar minni háttar tilraunir í kerum og á gróðurlendi
í sambandi við þær, og telur sjálfsagt að þessi starf-
semi verði rekin undir eftirliti Búnaðarfél. íslands og í
samvinnu við tilraunastöðvarnar.
Nefndin vill benda á, að nýlega er reynd ítarlega í
Svíþjóð aðferð við rannsókn á fosfórsýru í jarðvegi, sem
er aðgengileg jurtagróðri, er virðist hafa gefið mjög
góðan árangur. Aðferð þessi nefnist »Egnérs Laktat-
metode* og gæti hún sennilega haft talsverða þýðingu
hér, til að skera úr á tiltölulega ódýran og einfaldan hátt,
hvar fosfórsýruáburður sé nauðsynlegur og hvar eigi. Væri
ástæða til að taka það til athugunar hvort eigi væri fram-
kvæmanlegt að láta gera slíkar rannsóknir í sambandi við
þær jarðvegsrannsóknir er hér hafa verið nefndar, eða
annarsstaðar, ef hentara þykir.