Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 460
450
BÚNAÐARRIT
En auk þessa eru hrútarnir líka beinastærri, og því
er líka minna kjöt í t. d. 30 punda skrokk af hrút, en
30 punda geldingsskrokk. Enn eru hrútarnir með gróf-
ara kjöt og minni fitu en geldingarnir, og þetta allt gerir,.
að menn eru hvattir til þess, að gelda lömb sín. Að
hinu leytinu er ekki hægt að fullyrða neitt um það enn,.
hvort geldingarnir hafi léttari skrokk að haustinu, af því
að þeir voru geltir, en þeir annars mundu hafa hafL
Skoðun stendur þar móti skoðun. En þetta ætti að vera
auðgert að rannsaka, með því að vikta lömbin nýborin að
vorinu, og gelda þá sum en ekki sum, og gæta þess, að-
samanburðarlömbin séu bæði jafngömul og jafnþung ný-
borin. Væri þetta gert á svo sem 200 lömbum, er ekki
vafi á, að úr þessu fengist skorið. Enn má benda á, að'
geldingarnir og gimbrarnar fylgja mæðrum sínum betur
að haustinu, þvælast síður undan, og leggja því yfirleitt
seinna af en hrútlömbin. þess vegna á að slátra hrút-
lömbunum fyrst á haustin,
Þá óskum við þess, að kindin sé sem útlaga mest~
Við viljum að rifin komi sem allra þverast út frá hryggn-
um og gangi aftur sem allra þverast inn að bringu-
beininu, svo að geislungarnir hjálpi til að auka breidd'
bringunnar. Þegar við viljum fá bringuna breiða, þá er
það bæði af því, að þá skapast meira rúm inn í brjóst-
kassanum, en líka af því, að þá er möguleiki til meiri
mörsöfnunar, en það hefir til þessa verið talinn kostur.
Aftur viljum við fá rifin sem þverust út frá hryggn-
um, til þess að fá herðarnar flatar, en það er eitt, sem
krafist er af skrokklaginu, til þess að hann geti kallast
fyrsta flokks vara, að ekkert beri á herðakambinum á
stirðnaða skrokknum, heldur sé þar á að líta flatan^
sléttan, áframhaldandi flöt af hryggnum, sem helzt sé
jafnbreiður fram á háls og aftur á malir.
Nú sem stendur eru herðarnar á okkar fé yfirleitt
skarpar, þegar þið grípið hendi ofan í herðarnar, þá
finnið þið að herðarnar koma oft eins og kjölur á bát upp