Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 5
FRÁ RITSTJÓRA Fjórtándi árgangur tímaritsins Uppeldi og menntun lítur nú dagsins ljós og með honum hefst nýr kafli í sögu þess. Tímaritið er nú í fyrsta sinn gefið út af Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla Íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Af því tilefni var útlit tímaritsins endurhannað. Stefnt er að því að ritið komi út tvisvar á ári og að haustheftið verði að jafnaði helgað ákveðnu málefni. Næsta tölublað verður helgað málefnum grunnskólans. Eins og áður er aðaláhersla lögð á að birta rannsóknargreinar á sviði menntunar. Við ákvörðun um birtingu greina er í fyrsta lagi tekið mið af þeirri stefnu að um sé að ræða fræðilegar og rannóknartengdar greinar og í öðru lagi að þær eigi erindi til þeirra sem sinna uppeldis- og menntamálum. Í þriðja lagi verður gætt að heildasvip tímaritsins hverju sinni. Auk fræðilegra greina þá er einnig stefnt að því að tímaritið verði vettvangur umræðu og skoðanaskipta um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir. Jafnframt er stefnt að því að í tíma- ritinu birtist umsagnir um nýlega útkomnar bækur sem fjalla um kennslu, uppeldi og menntun. Í heftinu sem hér birtist er að finna fimm rannsóknargreinar sem spanna nokkuð vítt svið. Kristján Kristjánsson fjallar um kennslu sem praxis í skilningi ný-aristótel- ismans, Ragnhildur Bjarnadóttir greinir frá niðurstöðum rannsóknar sinnar um þróun starfshæfni kennaranema og Ingveldur Hrönn Björnsdóttir fjallar um niður- stöður meistaraprófsritgerðar sinnar um skólanámskrárgerð í leikskóla. Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum er viðfangsefni rannsóknar Jónasar Pálssonar, Amalíu Björnsdóttur og Ólafs H. Jóhannssonar og Kristín Loftsdóttir fjallar um rannsókn sína á greiningu íslenskra námsbóka um Afríku. Miklar breytingar hafa átt sér stað á háskólastiginu á undanförnum árum og töluverð umræða farið fram á opinberum vettvangi. Hér fjalla fjórir háskólakennarar um viðhorf sín til þróunar háskólastigsins – þeir Börkur Hansen, Ingjaldur Hannibalsson, Jón Torfi Jónasson og Rúnar Vilhjálmsson. Ritnefndin sem skipuð er fulltrúum frá þeim þremur háskólastofnunum sem að tímaritinu standa mótaði starfsreglur og leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna og hefur leitast við að fylgja þeim viðmiðunum í starfi sínu. Leiðbeiningar fyrir höfunda er að finna aftast í ritinu. Uppeldi og menntun hefur unnið sér sess sem rannsóknartímarit á sviði mennta- mála. Það er von ritstjórnar að með samstarfi háskólanna þriggja muni tímaritið enn styrkjast og dafna og halda á lofti merkjum vandaðrar fræðimennsku. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.