Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 9

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 9
Uppe ld i og menn tun K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 14. árgangur 1 . he f t i , 2005 Er kennsla praxis? Nokkrar aristótelískar efasemdir um ný-aristótelisma í menntamálum Viss tegund ný-aristótelisma sem tengir rök og íhugun í menntun við hið gríska hugtak fronēsis (siðvit eða siðferðilega glöggskyggni) og lýsir kennslu sem praxis (gjörð af ákveðinni tegund) hefur rutt sér mjög til rúms í menntaumræðu samtímans og mun ugglaust vekja áhuga kennara. Höfundur greinir fjóra meginþætti þessa nýja fronēsis-praxis viðhorfs: þá skoðun að a) þekkingar- og aðferðafræði Aristótelesar feli í sér að hagnýt heimspeki komist af án hefðbundins aðferðar- eða kenningargrunns; b) „framleiðsla“ undir handarjaðri technê (verksvits, kunnáttu, tækni) sé að fullu útreiknanlegt ferli, í andstöðu við „gjörð“, þar á meðal kennslu, undir handarjaðri fronēsis; c) fronēsis beri að túlka út frá siðferðilegri stakhyggju (moral particularism) er bjóði öllum algildum reglum birginn; og d) kennslustörf í skólum séu réttast skilin sem praxis, með ásjá fronēsis. Höfundur leiðir rök að því að enginn þessara þátta eigi sér fullnægjandi stoð í ritum Aristótelesar, né standist nákvæma skoðun. Sú hug- mynd að kennsla sé praxis í skilningi ný-aristótelismans hjálpar kennurum ekki að hugsa um og skilja starf sitt. NÝ-ARISTÓTELISMI Í MENNTUN Síðasta aldarfjórðunginn eða svo hefur aristótelismi gengið í mikla endurnýjun líf- daganna í umræðu um menntun og kennslu. Svo rammt hefur kveðið að endurkomu aristótelískra hugmynda að ekki aðeins ein tegund ný-aristótelisma hefur skotið upp kollinum heldur að minnsta kosti þrjú mismunandi afbrigði. Hið fyrsta mætti nefna eþos-viðhorfið, en það er runnið undan rifjum svokallaðrar samfélagssinnaðrar siðfræði og stjórnspeki. Samkvæmt því ber menntahugsuðum að leggja rækt við hið hefðgróna, rótfasta samfélag og siðvenjur/staðblæ (eþos) þess, þar á meðal staðblæ skólans sem stofnunar. Þótt eþos-viðhorfið eigi sér vissulega nokkra stoð í ritum Aristótelesar, einkum Stjórnspeki hans, þá hafa talsmenn þess tekið traustataki hugmyndir ýmissa annarra hugsuða, svo sem Gadamers um réttlætingu hefðarhelgaðra fordóma og Hegels um hlutgervingu aldarandans, og hneppt í eitt fang. Í Þýskalandi, þar sem eþos-viðhorfið hefur mest verið rökrætt, er þessum tals- 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.