Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 29
Uppe ld i og menn tun R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Hvernig styður Kennaraháskóli Íslands
við starfshæfni kennaranema?
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig kennaranemar telja námið í Kennaraháskól-
anum styðja við eigin starfshæfni. Hugtakalíkan þar sem skilgreindar eru ólíkar hliðar og
víddir í starfshæfni kennara, og hugtök félagslegrar hugsmíðahyggju mynda fræðilega um-
gjörð rannsóknarinnar. Þátttakendur voru nemar sem hófu nám á grunnskólabraut, stað-
námi, haustið 2001 og luku flestir námi vorið 2004. Spurningalistar voru lagðir fyrir 72
nema, þar sem spurt var um stuðning við ólíkar hliðar starfshæfninnar og hæfni til að takast
á við erfið viðfangsefni kennara, og sjö þátttakendur skrifuðu frásögn af námsferlinu þar sem
athyglin beindist að breytingum. Greining gagna sýnir að stór hluti þáttakenda telur að
styðja eigi betur við hagnýta þekkingu á kennsluaðferðum og þekkingu á námsgreinum, án
þess að minnka áherslu á þekkingu í uppeldisgreinum. Glíman við persónulega hlið starfs-
hæfninnar er áberandi. Niðurstöður benda til þess að trú á eigin getu til að ráða við erfið við-
fangsefni kennara tengist ekki síður faglegri þekkingu en þekkingu á hagnýtum aðferðum.
Eigin reynsla kennaranema í vettvangsnámi og persónuleg tengsl við viðtökukennara og
kennara KHÍ virðast helst valda straumhvörfum í áhuga þeirra á námi og starfi og í viðhorf-
um til eigin starfshæfni.
Á undanförnum árum hefur mikið verið skrifað um innihald kennaramenntunar og
leiðir til að bæta hana, enda er víða verið að endurskoða menntun kennara og
annarra uppeldisstétta (Stefna Kennaraháskóla Íslands 2005–2009, 2004; Edwards,
Gilroy og Hartley, 2002; Jordell, 2003; Kansanen, 2005). Meðal annars hefur verið leit-
að svara við spurningum um hvers konar starfshæfni kennaranemar þurfi að búa yfir
þegar þeir ljúka námi og hvernig slík hæfni verði efld (Kansanen, 2005; Korthagen,
2004).
Hugtakið starfshæfni er skilgreint sem geta til að takast á við viðfangsefni starfs á
markvissan og viðurkenndan hátt (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Litið er á hæfni
sem innra veganesti einstaklinga sem er afrakstur reynslu og lærdóms, og nýtist
þegar þeir takast á við ný viðfangsefni. Hæfnihugtakið hefur oft verið notað til að til-
greina afmarkaðar gerðir af færni og kunnáttu sem nemendur eða starfsmenn þurfa
29