Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 29
Uppe ld i og menn tun R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 14. árgangur 1 . he f t i , 2005 Hvernig styður Kennaraháskóli Íslands við starfshæfni kennaranema? Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig kennaranemar telja námið í Kennaraháskól- anum styðja við eigin starfshæfni. Hugtakalíkan þar sem skilgreindar eru ólíkar hliðar og víddir í starfshæfni kennara, og hugtök félagslegrar hugsmíðahyggju mynda fræðilega um- gjörð rannsóknarinnar. Þátttakendur voru nemar sem hófu nám á grunnskólabraut, stað- námi, haustið 2001 og luku flestir námi vorið 2004. Spurningalistar voru lagðir fyrir 72 nema, þar sem spurt var um stuðning við ólíkar hliðar starfshæfninnar og hæfni til að takast á við erfið viðfangsefni kennara, og sjö þátttakendur skrifuðu frásögn af námsferlinu þar sem athyglin beindist að breytingum. Greining gagna sýnir að stór hluti þáttakenda telur að styðja eigi betur við hagnýta þekkingu á kennsluaðferðum og þekkingu á námsgreinum, án þess að minnka áherslu á þekkingu í uppeldisgreinum. Glíman við persónulega hlið starfs- hæfninnar er áberandi. Niðurstöður benda til þess að trú á eigin getu til að ráða við erfið við- fangsefni kennara tengist ekki síður faglegri þekkingu en þekkingu á hagnýtum aðferðum. Eigin reynsla kennaranema í vettvangsnámi og persónuleg tengsl við viðtökukennara og kennara KHÍ virðast helst valda straumhvörfum í áhuga þeirra á námi og starfi og í viðhorf- um til eigin starfshæfni. Á undanförnum árum hefur mikið verið skrifað um innihald kennaramenntunar og leiðir til að bæta hana, enda er víða verið að endurskoða menntun kennara og annarra uppeldisstétta (Stefna Kennaraháskóla Íslands 2005–2009, 2004; Edwards, Gilroy og Hartley, 2002; Jordell, 2003; Kansanen, 2005). Meðal annars hefur verið leit- að svara við spurningum um hvers konar starfshæfni kennaranemar þurfi að búa yfir þegar þeir ljúka námi og hvernig slík hæfni verði efld (Kansanen, 2005; Korthagen, 2004). Hugtakið starfshæfni er skilgreint sem geta til að takast á við viðfangsefni starfs á markvissan og viðurkenndan hátt (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Litið er á hæfni sem innra veganesti einstaklinga sem er afrakstur reynslu og lærdóms, og nýtist þegar þeir takast á við ný viðfangsefni. Hæfnihugtakið hefur oft verið notað til að til- greina afmarkaðar gerðir af færni og kunnáttu sem nemendur eða starfsmenn þurfa 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.