Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 71
Uppe ld i og menn tun K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Menntaðar og villtar þjóðir:
Afríka í texta íslenskra námsbóka
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á hvernig sjálfsmyndir einstaklinga og hópa verða til í
samhengi hugmynda um annað fólk. Fræðimenn hafa í því sambandi bent á að ímyndir geta
viðhaldið ákveðnum formum félagslegs minnis með því að endurskapa það í tíma og rúmi.
Afríka hefur meðal annars löngum verið skilgreind á Vesturlöndum sem hefðbundin, án sögu
og oft tengd við gildi sem hafa neikvæða merkingu í hugum Evrópubúa, svo sem stjórnleysi,
vanþróun og villimennsku. Hér fjalla ég um greiningu mína á íslenskum námsbókum sem
leggur sérstaka áherslu á framsetningu efnis námsbóka um Afríku. Ég beini einkum athygli
að aðferðafræðilegum þáttum verkefnisins og vandamálum sem komu upp þó ég komi jafn-
framt inn á nokkrar niðurstöður. Með slíkri áherslu vonast ég til að þessi grein sé framlag til
áframhaldandi umræðna um hvernig nálgast megi námsbækur fræðilega, hvað beri að hafa í
huga við rannsóknir á þeim, sem og að undirstrika mikilvægi þess að skoða á gagnrýninn og
uppbyggjandi hátt það efni sem notað er við kennslu í grunnskólum landsins.
INNGANGUR
Í bókinni Stutt Landafræði handa byrjendum eftir Þóru Friðriksson sem gefin var út árið
1897 segir:
Loksins ber að nefna villiþjóðirnar, sem búa í öllum heimsálfum, nema
Evrópu. Þær lifa á dýraveiðum og fiskiveiðum, eru heiðnar og trúa á
steina, dýr o.s.frv. Þær eru opt grimmar, og jafnvel má finna mannætur
meðal þeirra (leturbreyting í upphaflegum texta, bls. 34).
Þessi texti Þóru endurspeglar að mörgu leyti vel viðhorf Evrópubúa við upphaf 20.
aldar til fjölbreytni samfélaga og þau þjóðhverfu viðhorf sem aðgreindu „okkur“ og
„hina.“ Áhersla á grimmd hinna, sem og afmörkun þeirra sem hluti af einum hóp –
hér nefndar villiþjóðir – má finna í ólíkum heimildum frá þessum tíma, kenningum
fræðimanna, skáldsögum og tímaritum. Næsta setning á eftir vísar óbeint til munar
á villimönnum og menntuðum þjóðum með orðunum; „[a]llar menntaðar þjóðir hafa
sett sér lög og myndað reglubundin ríki.“ Hún minnir á hvernig „hinir“ hafa oft
71