Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 82
Mynd 3 sýnir sömu upplýsingar greindar nánar eftir tímabilum. Tíundi áratugur-
inn var tekinn fyrir sérstaklega vegna þess að það gefur tækifæri til að skoða
áherslubreytingar í umfjöllun á síðustu árum. Hér ber að hafa í huga að hluti
bókanna ber ekki ártal. Þó var hægt að meta frá hvaða tíma flestar bókanna voru og
aðeins 6 bækur (af þeim 87 sem voru settar í SPSS) eða innan við 5% bókanna var
ekki hægt að flokka með þeim hætti. Á þessari mynd kemur fram að mun algeng-
ara virðist í eldri bókum að vísa til menningarsamfélaga utan Vesturlanda. Þetta
vekur nokkra furðu í ljósi aukinnar samtengingar heimsins og áherslu á hnatt-
væddan veruleika, en þó má benda á að hér kemur ekki fram magn eða gæði um-
fjöllunar. Það er forvitnilegt að á tíunda áratugnum virðist hlutfallsleg umfjöllun
um Afríku aukast töluvert.
Mynd 3 – Tíðni tilvísunar til ákveðinna svæða skipt niður eftir tímabilum
Í hvaða námsbókum birtist umfjöllun sem snýr að menningarsvæðum sem hafa
sögulega séð verið skilgreind sem framandi af Vesturlandabúum? Eins og sjá má á
mynd 4 er umfjöllunin um þessi land- og menningarsvæði aðallega í landafræðibók-
um, sem er nokkuð áhugavert í sjálfu sér. Af öllum bókum sem vísa til fólks í Afríku
eru 39% landafræðibækur, en hlutfallið er enn hærra hvað varðar önnur menningar-
svæði. Sérstaka athygli vekur hversu mismunandi dreifing er milli ólíkra náms-
greina. Þrátt fyrir að afmörkun námsgreina á grunnskólastigi hafi verið nokkuð
breytileg eins og fyrr var minnst á, er engu að síður forvitnilegt að umfjöllun um
svæði utan Evrópu eigi sér aðallega stað í bókum merktum landafræði því það hlýtur
að móta nálgun bókanna að einhverju leyti.
Hér ber að hafa í huga að þessi mynd endurspeglar ekki hvers konar umfjöllun er
í ákveðnum námsgreinum. Eins og komið verður betur inn á síðar einskorðast til
dæmis umfjöllun um Afríku í sögubókum að mestu við eitt ákveðið land.
M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R :
82
Land- og menningarsvæði
0,6
0,5
0,4
0,3
0,2
0,1
0
Afríka Asía Grænland Eyjaálfa Frumb. N- Frumb. S- Frumb.
Ameríku Ameríku Ástralíu
Fyrir 1900 1901–1950 1951–1990 1991–2000
55
%
24
%
18
%
43
%
21
%
11
%
19
%
15
%
21
%
11
%
10
%
40
%
12
%
2%
10
%
30
%
21
%
6%
14
%
30
%
18
%
3%
10
%
40
%
12
%
2%
5%
H
lu
tfa
ll
45
%