Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 136

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 136
Mynd 2. Línan í miðjunni sýnir fjölda nemenda í háskólum á Íslandi á árunum 1977–2004. Þar eru engar sérstakar sveiflur, nema ef til vill aðeins uppsveifla árið 1991. Neðsta línan sýnir fjölda nem- enda við háskólanám erlendis. Þar verður sýnilegur samdráttur upp úr 1990, sérstaklega ef miðað er við þann fjölda sem sækir nám á háskólastigi á þessum árum. Efsta línan er samanlagður fjöldi þessara tveggja lína og er grunnur þeirra útreikninga sem eru sýndir á mynd 1. Frekari stoðum er rennt undir reglufestuna með því að bera saman þróunina á Norð- urlöndunum. Þetta er að vísu vandasamt vegna þess að það er misjafnt hvernig nám er flokkað. Hér er miðað við það sem flokkað er nám í háskólum og ekki aðeins mið- að við þrönga skilgreiningu á háskóla. Mynd 3 sýnir aðeins Svíþjóð fyrri hluta aldar- innar, en línurnar yrðu nánast þær sömu fyrir allar þjóðirnar á þessum kvarða. Aðal- atriðið er að í öllum löndunum tekur háskólamenntunin við sér um svipað leyti og þessar þjóðir stefna allar í sömu átt, það er í stóraukna háskólamenntun og með ámóta hraða. Það er margvíslegur munur á kerfunum sem gæti verið áhugavert að skoða, en hér dregin athygli að því hve svipað þetta er, þrátt fyrir allan kerfismun. Mynd 3 – Háskólanemendur á Norðurlöndunum miðað við meðalstærð aldurshópa 20–24 ára Mynd 3. Myndin sýnir fjölda háskólastúdenta á Norðurlöndum. Línurnar sýna fjölda sem hlutfall af árgöngunum 20–24 ára. Myndinni er ekki ætlað að sýna innbyrðis samanburð á milli landa sem kann að vera umdeilanlegur vegna ólíkra skilgreininga á háskólum, heldur á hún að sýna að almenn þróun er keimlík í öllum löndunum fimm. Myndin er byggð á upplýsingum frá Hagstofum Norðurland- anna. Hér er reynt að beina sjónum að skóginum í stað trjánna, en mér hefur stundum virst að fólk eigi til að gleyma sér í aukaatriðunum þegar fjallað er um háskóla. Þetta kemur meðal annars fram þegar einblínt er á það hve margir háskólar séu á Íslandi eða hve margar háskóladeildirnar eru, en ég bendi á að einblíni fólk á þessi atriði missir það af hinum grófu línum í þróuninni. Þær eru ekki síður áhugaverðar og segja sögu sem verður ekki sögð með öðru móti. V I Ð H O R F 136
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.