Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 139

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 139
undir einn hatt. Ef virðingarsess í augum nemenda ákvarðast af tiltölulega einsleitum gildum munu ólíkir skólar reyna að höfða til þessara gilda og verða keimlíkir séð frá sjónarhorni nemandans. Sömuleiðis, ef virðingarsess háskóla og háskóladeilda ákvarðast af frekar einsleitum gildum, munu þau ráða ferðinni, að minnsta kosti innan einu og sömu stofnunarinnar. Þannig má vera að þeir kraftar7 sem ráða ferðinni leiði til meiri einsleitni í skólastarfi en endilega er gagnlegast fyrir samfé- lagið.8 Þetta ber að hafa í huga í umræðu meðal annars um samkeppni og um sam- einingu háskólastofnana. Ég hef af þeim sökum haft efasemdir um sameiningu stofn- ana, en kannski voru þær byggðar á misskilningi. Ég stóð í þeirri meiningu að væru skólar sjálfstæðir gætu þeir haldið sérstöðu sinni. Flestir íslensku skólanna virðast vilja það, en mér er ekki ljóst hve mikilli sérstöðu þeir vilja í raun halda. Ég tel það visst áhyggju- eða að minnsta kosti umhugsunarefni ef það stefnir í mikla einsleitni í háskólastarfinu, þannig að það verði allt sífellt fræðilegra, það er að þar verði allt á (eina eða sömu) bókina lært. Ráði sókn í prófgráður og kerfisrek eins miklu og ég hef haldið fram, verður vitund um þetta að speglast mjög skýrt í öllu því starfi háskólanna sem snýst um gæði. Það er hætt við að kröfur um skilvirkni, framleiðni og þjónustu, sem allt eru mikilvæg atriði í allri starfsemi geti orðið á kostnað þeirrar fagmennsku sem háskól- arnir þurfa að ná tökum á og þeirrar menntunar sem fólk er að afla sér; það er al- mennt á kostnað eðlilegra krafna og þess að rækta tengsl rannsókna og kennslu í há- skólum. Þó vonandi ekki þannig að það verði aðeins á eina bókina lært, það er að námið færist yfir í einhæft skólastarf. Við ættum að tryggja margvíslega fjölbreytni, hvort heldur horft er á kerfishliðina (til dæmis þegar námið er skipulagt), verklag í kennslu eða inntak námsins. Skilningur á almennri þróun háskólanna er mjög gagnlegur til þess að skilja og taka á mörgu því sem nú er að gerast í háskólastarfinu. Þetta á ekki síst við þar sem af hálfu ríkisvaldsins er veitt fé til háskólanna samkvæmt framvindu nemenda og meira er greitt með framhaldsnámi en grunnnámi (sem ég tel nauðsynlegt). Þá bæt- ast sterkir kraftar fjármagnsins við þá sem fyrir voru og þeir toga allir í sömu áttina. Þegar ég spyr hvort allt sé á eina eða sömu bókina lært, velti ég því fyrir mér hvort hlutirnir séu nægilega vel gerðir, en þó einkum hvort háskólastarfið stefni smám saman í einsleitt kerfi með yfirgnæfandi bóklegri áherslu. J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N 139 7 Það eru ýmsir fleiri kraftar sem hafa áhrif á þróun skólakerfisins, ég hef aðeins nefnt tvo sem ég tel vert að veita sérstaka athygli. 8 Ég hef gefið mér að einsleitni sé ekki eftirsóknarverð fyrir samfélagið; þvert á móti. En ég hef ekki fært gild rök fyrir því sjónarmiði og það kann að vera að hún sé samt eftirsóknarverð, séu allir að gera eins og gera það vel!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.