Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 143

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 143
að það komi fram að Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskólinn voru tvær aðskildar stofnanir þegar þessi samanburður var gerður, en voru nýlega sameinaðir. Mynd 1 – Nemendatengdir gæðavísar í íslenskum háskólum Mynd 1 birtir samanburð milli skólanna með tilliti til þeirra fjögurra gæðavísa er varða nemendurna. Mikinn mun má sjá milli skólanna. Fæstir virkir nemendur voru á hvern kennara í Kennaraháskólanum (13,9), en næst fæstir í Háskóla Íslands (16,3). Samkvæmt þessu ætti að vera best aðgengi að fastráðnum kennurum í þessum tveimur skólum. Flestir voru virkir nemendur á hvern kennara í Listaháskólanum (53,7), Háskólanum í Reykjavík (32,0) og Viðskiptaháskólanum á Bifröst (25,0). At- hygli vekur að einkaháskólarnir, sem lagt hafa áherslu á persónuleg tengsl við nem- endur í kynningu á skólunum undanfarin ár, hafi þjónað nemendum með færri fast- ráðnum kennurum en aðrir skólar. Mynd 1 sýnir jafnframt að inntökuhlutfall (af um- sóknum um skólavist) var mjög misjafnt milli skóla. Mest samkeppni var um skóla- vist í Listaháskólanum, en skólinn samþykkti aðeins 22,8% umsókna. Minnst var samkeppni um inngöngu í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, en þessir skól- ar tóku inn yfir 98% þeirra nemenda sem óskuðu eftir skólavist. Þá var inntökuhlut- fall einnig hátt í Tækniháskólanum. Þetta bendir til að nemendahópar HÍ, HA og THÍ séu fjölbreyttari að undirbúningi og forsendum til háskólanáms en nemendahópar annarra háskóla. Yfirstjórn Háskóla Íslands hefur réttlætt slakar inntökukröfur í gegnum árin með því að skólinn sé „þjóðskóli“ sem hafi almennar menntunarskyld- ur við þjóðina ólíkt öllum öðrum háskólum í landinu, auk þess sem ekki séu lagaleg- ar forsendur til að vísa stúdentum frá skólanum. Mynd 1 sýnir einnig hlutfall nem- enda með stúdentspróf í háskólunum, en stúdentsprófið hefur almennt verið talin lágmarksforsenda fyrir inntöku í háskólanám hérlendis eins og í nágrannalöndun- um. Það vekur því mikla athygli að þetta hlutfall reyndist mjög mismunandi í háskól- unum. Langlægst var hlutfall nemenda með stúdentspróf í Háskólanum á Akureyri 143 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 H.Í. K.H.Í. H.A. T.H.Í. L.H.Í. H.R. V.H.B. Virkir nemendur á hvert stöðugildi fastra kennara Inntökuhlutfall (% af umsóknum) Nemendur með stúdentspróf (%) Skilvirkni nemenda (%)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.