Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 143
að það komi fram að Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskólinn voru tvær aðskildar
stofnanir þegar þessi samanburður var gerður, en voru nýlega sameinaðir.
Mynd 1 – Nemendatengdir gæðavísar í íslenskum háskólum
Mynd 1 birtir samanburð milli skólanna með tilliti til þeirra fjögurra gæðavísa er
varða nemendurna. Mikinn mun má sjá milli skólanna. Fæstir virkir nemendur voru
á hvern kennara í Kennaraháskólanum (13,9), en næst fæstir í Háskóla Íslands (16,3).
Samkvæmt þessu ætti að vera best aðgengi að fastráðnum kennurum í þessum
tveimur skólum. Flestir voru virkir nemendur á hvern kennara í Listaháskólanum
(53,7), Háskólanum í Reykjavík (32,0) og Viðskiptaháskólanum á Bifröst (25,0). At-
hygli vekur að einkaháskólarnir, sem lagt hafa áherslu á persónuleg tengsl við nem-
endur í kynningu á skólunum undanfarin ár, hafi þjónað nemendum með færri fast-
ráðnum kennurum en aðrir skólar. Mynd 1 sýnir jafnframt að inntökuhlutfall (af um-
sóknum um skólavist) var mjög misjafnt milli skóla. Mest samkeppni var um skóla-
vist í Listaháskólanum, en skólinn samþykkti aðeins 22,8% umsókna. Minnst var
samkeppni um inngöngu í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, en þessir skól-
ar tóku inn yfir 98% þeirra nemenda sem óskuðu eftir skólavist. Þá var inntökuhlut-
fall einnig hátt í Tækniháskólanum. Þetta bendir til að nemendahópar HÍ, HA og THÍ
séu fjölbreyttari að undirbúningi og forsendum til háskólanáms en nemendahópar
annarra háskóla. Yfirstjórn Háskóla Íslands hefur réttlætt slakar inntökukröfur í
gegnum árin með því að skólinn sé „þjóðskóli“ sem hafi almennar menntunarskyld-
ur við þjóðina ólíkt öllum öðrum háskólum í landinu, auk þess sem ekki séu lagaleg-
ar forsendur til að vísa stúdentum frá skólanum. Mynd 1 sýnir einnig hlutfall nem-
enda með stúdentspróf í háskólunum, en stúdentsprófið hefur almennt verið talin
lágmarksforsenda fyrir inntöku í háskólanám hérlendis eins og í nágrannalöndun-
um. Það vekur því mikla athygli að þetta hlutfall reyndist mjög mismunandi í háskól-
unum. Langlægst var hlutfall nemenda með stúdentspróf í Háskólanum á Akureyri
143
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
H.Í.
K.H.Í.
H.A.
T.H.Í.
L.H.Í.
H.R.
V.H.B.
Virkir nemendur á hvert
stöðugildi fastra kennara
Inntökuhlutfall
(% af umsóknum)
Nemendur með stúdentspróf
(%)
Skilvirkni nemenda
(%)