Morgunn - 01.12.1932, Síða 23
MORGUNN
149
að þau eru áreiðanleg ummæli Jesú um „myrkrið fyrir ut-
an“, en jafn-víst er hitt, að strax þegar sú ósk vaknar
í brjósti hins vansæla, að hann vill verða betri maður,
eru englar Guðs, herskarar himnanna, fúsir til þess að
stíga niður í vansælustaðinn og líkna þar; náð Guðs er
þar boðin fram eins og hér, en þar eins og hér er hverj-
um manni í sjálfsvald se.tt, hvort hann hafnar henni eða
þiggur. Á þessum stöðum er Drottinn Kristur einnig ná-
lægur, eða segir n. tm. oss ekki, að hann hafi stigið nið-
urtil Heljar, til að líkna öndunum í varðhaldi? „Fögnuð-
ur himnaríkis er í því fólginn að tæma Helvíti".
Tími minn er mjög takmarkaður, mig langar til að
segja yður miklu fleira, en eg verð að láta mér nægja að
flytja yður tvær frásagnir, sem eg tel áreiðanlegar. Önn-
ur er um andlát góðs manns, en hin um það, þegar ung-
um manni, ný-látnum, var leyft að sjá Krist. Hina fyrri
tek eg úr einu af ritum Sundar Singhs: sjáandinn er
sokkinn niður í djúpt bænarástand og einn af englum
Guðs segir honum frá andláti trúaðs manns á þessa leið:
Nokkrum mínútum áður en dauðinn kom, opnaði Guð augu
hins deyjandi manns, svo að áður en hann kvaddi líkam-
ann, gat hann séð inn í andlega heiminn og sagt þeim, sem
stóðu við dánarbeðinn, hvað hann sá. Hann sá himnana
opnast og englaskara koma á móti sér, og hann sá Drott-
in Krist standa með útbreiddan faðm. En við þessa sýn
rak hann upp fagnaðaróp, svo að þeir, sem stóðu í kring
um dánarbeðinn hrukku við, en hann sagði: „Ó, þú sæla
gleðinnar stund! Lengi hefi eg þráð að sjá frelsara minn
og meistara og fá að koma til hans. Ó, vinir mínir, sjáið
ásjónu hans, hve hún ljómar af kærleika og sjáið engla-
skarann, sem kominn er til að sækja mig. Ó, hve himin-
inn er dásamlegur! Vinir mínir, nú fer eg til míns sanna
heimkynnis, syrgið ekki, gleð.iist". Og þegar einn af þeim,
sem viðstaddir voru dánarbeðinn, sagði: „hann talar í
óráði“, þá svaraði hinn deyjandi maður rólega: „nei, það
geri eg ekki, eg vildi aðeins óska, að þið sæuð þessa ynd-