Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 37
MOEGUNN
163
ast af nýju, fyrst fremur hikandi, en þá urðu hreyfing-
arnar smátt og smátt ákveðnari og sterkari. Nafn var
stafað — skírnarnafn og ættarnafn. Enginn hinna fund-
armannanna kannaðist við það. Eg kannaðist við það, en
lét þess ekki getið. Mér kom alls ekki til hugar, að þessu
væru til mín beint, því að eini maðurinn, sem eg þekti
með því nafni, var enn á jörðunni, að því er eg bezt vissi,
og eg var ekki í neinum efa um það, að væri hann dáinn,
þá hlyti eg að hafa frétt það.
Svo að eg sagði ekkert.
Aftur var nafnið stafað, og nú var mikill kraftur á
borðinu. Fundarkonan, sem eg hefi nefnt Mrs. C., sagði
þá við mig: ,,Mrs. Leonard; það kemur fyrir að eg verð
skygn, eða að eg ,,finn“ hitt og annað, og því er þrýst
fast inn í mig, að þessi gestur þekki yður og vilji fá að
tala við yður“.
„Jæja“, sagði eg. „Eg þekki mann, sem heitir þessu
nafni. Þetta er nafnið á frænda mínum, en eg er alveg
sannfærð um, að hann sé lifandi og heilbrigður; annars
hefði eg frétt af honum. Eg veit það, að hann getur það
ekki verið“.
Um leið og eg slepti orðinu lyftist borðið hátt upp,
og bókstaflega lamdi fram þessa stöfun: „Jú — eg er
hann —- eg er frændi þinn — og eg fór yfir um skyndi-
iega“. Og aftur kom bæði skírnarnafnið og ættarnafnið.
Enn gat eg ekki trúað þessu, og eg spurði hann, hvað
húsið hans héti. Það var í tveggja eða þriggja hundrað
mílna fjarlægð, og enginn fundarmanna hafði neina vit-
neskju um það. Nafnið á húsinu var stafað rétt. Mrs. C.
tók aftur til máls: „Eg sé þennan gest svo greinilega.
Hann stendur rétt fyrir aftan yður, Mrs. Leonard. Eg
ætla að lýsa honum fyrir yður“.
Hún gerði það nákvæmlega, og lýsingin var ágæt.
Hún gat ekki átt við nema mjög fáa menn, því að útlit
hans var mjög óvenjulegt. Eg fann þá, að þetta hlyti að
vera hann, og sagði honum, að það gleddi mig, að hann
11*