Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Síða 63

Morgunn - 01.12.1932, Síða 63
MORGUNN 189 og eg sagði: „Daisy, hvernig talarðu við Allie? Eg heyri þig ekki segja neitt og eg sé ekki varirnar á þér hreyfast". Hún svaraði brosandi: „Við tölum bara sam- an með huganum“. Eg spurði hana enn fremur: „Daisy, hvernig birt- ist Allie þér ? Er hann í fötum?“ Hún svaraði: „Ó nei, ekki fötum eins og við erum í. Það er eins og það sé utan um hann eitthvað hvítt, ljómandi fallegt, svo fínt og þunt og glitrandi, og ó, svo hvítt, og samt er engin felling á því eða nokkurt merki um saum; svo að dúk- ur getur það ekki verið. En það gerir hann svo yndis- legan“. Að morgni þess dags, sem hún andaðist, bað hún mig um lítinn spegil. Eg hikaði við það, hélt, að henni mundi verða svo mikið um að sjá, hve andlit hennar var orðið magurt. En faðir hennar, sem sat hjá henni, sagði: „Lofaðu henni að líta á veslings litla andlitið, ef bana langar til þess“. Svo að eg fékk henni spegilinn. Hún tók við honum með báðum höndum og horfði á mynd sína í honum nokkura stund, stillilega og með raunasvip. Að lokum sagði hún: „Þessi líkami minn er bráðum útslitinn. Hann er eins og gamall kjóll af mömmu, sem hangir þarna í skápnum. Hún fer aldrei framar í hann, og eg verð ekki framar í mínum líkama, af því að eg hefi nýjan andlegan líkama, sem kemur í staðinn. Sannleikurinn er sá, að eg hefi hann nú, því að það er með andlegu augunum, að eg sé himneska, heiminn, þó að líkami minn sé hér enn. Þið leggið lík- ama minn í gröfina, af því að eg þarf ekki framar á hon- um að halda. Hann var búinn til fyrir líf mitt hér, og nú er lifi mínu hér lokið, og þessi vesali líkami verður lagður til hliðar, og eg fæ fallegan líkama eins og Allie“. „Því næst sagði hún við mig: „Opnaðu hlerana, mamma, og lofaðu mér að líta út á veröldina í síðasta sinn. Áður en næsti morgun kemur, verð eg farin“. Eg gerði það, sem hún bað um, og hún sagði við föður sinn:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.