Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 75
MORGUNN
69
leituðu læknishjálpar hans hefðu trú á því, að hann væri
þess megnugur að lækna þá. Guðspekingar og spíritistar
ættu að kunna að meta gildl trúcirinnar. En með orðinu
»trú« á eg ekki við neina kreddutrú, heldur traust, von-
gleði, bjartsýni, — ákveðið lifsviðhorf, sem felur í sér fræ
undraverðra möguleika. Eg hefi nú talið upp ýmislegt,
sem guðspeki og spíritisma er sameiginlegt. En það, sem
mestu máli skiftir, er í stuttu máli þetta: Báðar þessar
stefnur fá mönnum í hendur viðfangsefni, sem eru hugs-
andi mönnum samboðin, og svala þar af leiðandi þörfum
og þrám slíkra manna. Því miður er það alt of satt, sem
sagt hefir verið um trúarbrögðin, og þar á meðal kristin-
dóminn, að m. k. eins og farið er með þau, að þau næst-
um því svelta sannleiksþrá og þekkingarlöngun manna.
bau fullnægja ekki hinu hugræna eðli manna, en þetta
hugræna eðli gerir vitanlega sínar kröfur, — kröfur, sem
eg vil segja að sé, frá vissu sjónarmiði, glæpsamlegt að
íýrirlíta, að ég nú ekki tali um það, þegar lilið er á það
sem eitthvað syndsamlegt, eitthvað í ætt við myrkrahöfð-
ingjann! Þetta hugræna eðli gerir kröfur til þess, að eitt-
hvert vit og samhengi sé í því, sem sagt er, hvort sem
það er í ræðu eða riti. Það gerir ennfremur kröfu til
þess að skilja lífið og tilveruna, og getur þessvegna stund-
um verið óþægilega spurult. Báðar þessar stefnur, guð-
speki og spíritismi, gera að minsta kosti tilraunir til að
svala þessu hugræna eðli, sem flestir menn eru fæddir
með, enda þótt það sé einkennilega fjarri því að vera
nokkuð að ráði uppivöðslusamt eða óstýrilátt hjá mörgum.
Þess misskilnings verður oft vart hjá blindtrúuðum
bókstafsmönnum, að hið hugræna eðli mannsins sé í eðli
sinu óvinveitt tilfinningaeðlinu og innilegu trúarþeli. Hér
er um mikinn og háskalegan misskilning að ræða. Vits-
munaeðlið fer aðeins aðra leið en tilfinningarnar og krefst
annarar nieðferðar og starfsaðferða. Fátt er þýðingarmeira
fyrir alhliða þroska sálarlifsins, en að mönnum takist að
láta þessa tvo eðlisþætti starfa sem mest saman, en leyfi