Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 11
MORGUNN
137
sem geti leiðbeint sóknarbörnum sínum um það, hvernig
bezt sé að sinna þessu máli, sem ofið er ýmsum hættum
og erfiðleikum, og að sá prestur sjái um, að í sambandi
við kirkju hans sé sjáari (skygn maður), karl eða kona,
sem sé starfinu fyllilega vaxinn og verndaður fyrir bar-
áttu og ofraunum umheimsins.
Enskir prestar hafa gert enn meira. Þeir hafa sumir,
eftir áeggjan biskupsins í London, stofnað til dularlækninga
í sambandi við guðsþjónustur sínar. Mér er ekki mikið
kunnugt um árangurinn af þeim, enda er stutt siðan er
þessar tilraunír byrjuðu. En einn presturinn hefir i einu
af Lundúna-blöðunum skýrt frá fyrstu guðsþjónustunni,
sem haldin var í sambandi við slíka tilraun í einni kirkj-
unni. Hann segir að öll athöfnin hafi farið fram með mestu
stillingu, og engrar trúaræsingar hafa orðið vart. Því næst
segist honum svo frá:
»Ekki var skýrt frá né óskað eftir neinum augnabliks
lækningum, en mánuði síðar voru sjúklingarnir spurðir,
hvort þeir hefðu frá nokkuru að skýra. Frásagnir þeirra
hafa verið vandlega rannsakaðar, og vér höfum komist að
raun um að sextíu af hundrað segja frá ákveðnum líkam-
legum bata. Sykursýki hafði læknast, sjónin er betri, liða-
bólga hafði horfið. Höfuðverkur og kvef hafði læknast.
Mörgum af þeim, er þjáðust af því, sem venjulega er kallað
taugaveiklun, hafði verið hjálpað.
»Ein kona í minni sókn hafði varla getað sofið um
þrjú ár; nú sofnar hún samstundis, þegar hún fer í rúmið,
og vaknar ekki fyr en klukkan sjö morguninn eftir, Önnur
kona i mínum söfnuðl — roskin frú — hafði ekkert getað
notað hendurnar um þrjú ár; nú prjónar hún.
»Drengur, sem var andlegur aumingi og hafði aldrei getað
gert neitt fyrir sjálfan sig.klæddi sig sjálf ur og kom ofan til morg-
unverðar morguninn eftir fyrstu lækninga guðsþjónustuna.
»Fyrir þeim af oss, sem hafa séð þetta, er það ekki leng-
ur neitt trúaratriði heldur þekking, að guð er að starfa með
þessum hætti. Og hvers vegna ættum vér að furða oss á