Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 71
M 0 11 G U N N
197
Sambanö við annan heim.
Á fundi, sem haldinn var i sumar í London til þess að
lýsa yfir samvinnu hins nýja prestafélags, sem frá er skýrt
í erindinu, sem þetta hefti byrjar á, og nokkurs hluta spíri-
tistanna, var presturinn G. Maurice Elliott einn ræðumanna.
Hann talaði um 3. samkomulagsatriðið: »Vér trúum því
að til þess sé ætlast, að vér leitum huggunar, fræðslu og
leiðsagnar með sambandi við þá, sem eru á öðrum tilveru-
stigum«. Hér fara á eftir meginkaflar úr ræðu hans.
í augum sumra manna er þetta mjög hversdagsleg
yfirlýsing. Þetta er hversdagslegt í augum þeirra, sem
vita, að frá elztu tímum hafa menn fengið slíka hjálp frá
verum á öðrum tilverustigum. Til dæmis er það, að á blóma-
öld Grikkja varð sú þjóð mikil af því að hún fékk hjálp
frá öðrum heimi gegnum sérstaklega undir búin mannleg
verkfæri. Frá hinu mikla bókasafni, sem vér nefnum biblíu,
hafa miljónir manna orðið fyrir innblæstri af því að, eins
og Sir Oliver Lodge segir, »hún er spjaldanna milli full
af skeytum frá öðrum heimi«. Nemið þessi skeyti burt, og
saga Gyðinga og líf og kenning Krists verður markleysa.
Ræðumaður benti því næst rækilega á frásagnir ritn-
ingarinnar um vitranir frá öðrum heimi, og komst þar á
eftir svo að orði:'
Svo að þér sjáið, að karlar og konur bibliunnar fengu
huggun, fræðslu og leiðsögn frá verum á öðrum stigum
tilverunnar (það vill svo til að enginn þeirra lifði eingöngu
við trú), og fornkirkjan fékk það líka, þangað til hin ör-
lagarika þriðja öld kom, þegar kirkjuvaldið fór að taka fyrir
kverkarnar á kristninni. — Þegar eins og Dr. Glover kemst
að orði: í staðinn fyrir þjónustu andans, þjónustu náðar-
gáfnanna, kom þjónusta embættisins, með hinum Iægri
hugsjónum um það, hvað væri raunhæft og haganlegt«.