Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 80
206
MORGUNN
þær fullnægjandi. Menn gátu þess til, að þetta væri alt
búktal manns, sem enginn vissi til að væri þá hér á landi
og enginn vissi heldur til að væri búktalari, en réðu þetta
af því, að maður einn, sem farið hafði til útlanda, og
hvergi varð vart við hér á landi, mundi bera þungan
hug til prestsins og sýslumannsins. Hvorugur þeirra átti
heima á Hjaltastað, þar sem fyrirbrigðin gerðust, en prest-
konan á Hjaltastað héldu menn að hefði verið keypt til
þess að leyna »búktalaranum« einhversstaðar á heimili
sínu. Auðvitað eru þessar skýringar ekki til annars fallnar
en hlæja að þeim. Tilgátan um prestkonuna er bygð á því
einu, að því er virðist, að veran talaði jafnan hæversklega
til hennar, þar sem hún aftur á móti uppnefndi aðra og
hreytti í þá ónotum. En ekki eru þessar skýringar fávislegri né
fáránlegri en sumar »vísindalegu« skýringarnar á dulræn-
um fyrirbrigðum, sem menn eiga nú að venjast.
Þá hefir og Snæbjörn Jónsson gefið út
Dr^Björns nýía a* Sagnakveri Dr. Björns Bjarna-
Bjarnasonar. sonar íra Viðfirði. Bæði kverin eru þar
komin í eitt bindi, svo að þetta er ekkert
»kver« lengur heldur álitleg og prýðileg bók. Yfir henni
er ekki sami blær af alþýðlegum fróðleik eins og Huld,
heldur minnir hún meira á hinar norsku þjóðsögur eftir
Asbjörnsen og Moe, sem eru heimsfrægar. Dr. Björn taldi
sér nauðsyn á því, að sögurnar væru sem skemtilegastar
aflestra, og það tókt honum ágætlega. Sögurnar eru lika
löngu útseldar, og vafalaust verður mikið eftír þeim spurt.
Sumar þeirra eiga auðsjáanlega útlendan uppruna. En svo
er líka um sum æfintýrin í þjóðsögum Jóns Árnasonar,
sem eru í raun og veru stuttar útgáfur af sögum í Þúsund
og einni nótt, og þykja sögur hans þó sönn fyrirmynd.
Dahls-málið Alþjóða-fundur sálarrannsóknarmanna var
haldinn í Osló 26.—31. ágústmánaðar síð-
astliðins. Efnið i erindum og umræðum fundarmanna var
að mestu leyti um vísindalegar athuganir á sálrænum efn-
um. Ritstjóra Morguns og prófessor Þórði Sveinssyni var