Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 88
214
M0R6UNN
lega loftslagið er þess kyns. Sannleikurinn er sá, að hann
kann ef til vill að finna þessar svæfingar-umleitanir við
dagleg störf sín, eða jafnvel þegar hann er á gangi á
strætum úti. Þessu verður að verjast. Eg vil halda því
fram, að mjög holt sé að hafa það hugfast, að þeir menn
einir ættu að sætta sig við að láta taka sig í sambands-
ástand, sem geta ráðið yfir sér sjálfir. Alveg eins og sá
maður er þræll, sem verður að gera hvað sem honum er
sagt, og frjáls verkamaður er sá, sem að nokkru leyti
getur um það valið, hvort hann vill, eða vill ekki vinna
fyrir einhvern sérstakan mann, eins má miðilsstarfið aldrei
verða að þrældómi. Það verður að vera starf, sem menn
taka að sér með fullri meðvitund og af fúsum vilja fyrir
verur, sem miðillinn treystir. Þá kemur spurning, sem i
raun og veru er einkar auðvelt að svara. Það eina sem á
ríður, er að halda hugsununum starfandi. Það er ekki tor-
velt að renna huganum yfir það sem þú hefir gert allan
þann daginn frá því er þú fórst á fætur um morguninn,
að minnast af ásettu ráði þess, er gerst hefir þann daginn
eða þá vikuna. Svo lengt sem þinn eigin vilji er starfandi,
getur engin vitsmunavera utan við þig náð stjórn á þér.
Annar örðugleiki, sem fyrir mig kom, var sá, þegar
sambandsástand var að byrja að þroskast hjá mér, að mér
var einu sinni fleygt á gólfið. Eg hefi megna óbeit á því
að nokkur misbjóði Iíkama mínum, og eg vil ekki líða
neinum framliðnum manni að fara með hann með öðrum
hætti en eg myndi vilja fara með hann sjálfur (nema það
sé gert í einhverjum viturlegum undantekningartilgangi).
Afleiðingin af þessu varð sú, að eg gerði samning við
aðal-Ieiðsagnaranda minn, að ekki skyldi nema ein vera
taka mig í sambandsástand. Sá sem til þess var valinn var
ekki sá, sem mest talar af vörum minum, heldur sá, sem
mest segulafl hafði i hópnum umhverfis mig. Hann var
Hindúi af háum stigum, og eg gerði það að fastri reglu,
að enginn annar en hann skyldi mega svæfa mig. Það var
sömuleiðis í samningnum, að hann skyldi bera ábyrgð á