Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 47
M 0 R G U N N
173
berginu var kommóða og borð, þar sem stóð á þvotta-
kanna og þvottaskál, með vatni í, svo áttirðu sjálfur koff-
ort þar inni, fult af bókum, sumar hafðirðu uppivið. Rúmið
var í hinum endanum á herberginu, beint á móti glugg-
anum. Það var ekki með þessum háu göflum, en mig minn-
ir að það hafi verið með rendum húnum. Kannasta við
þetta?« »Ójá, eg geri það, eg sé að þú munir einhvern-
tíma hafa komið til mín, en mér er þetta ekki nægilegt«,
»Nú hvað viltu meira«.
»Dreymdi þig ekki einu sinni dálítið einkennilega
þarna, manstu ekki eftir að einhver heimsækti þig þangað
að næturlagi og færi með þig í ferðalag, sko, þegar þér
voru sýndir teningarnir og eitthvað fleira?« Jú, eg fer nú
líklega að skilja hvað þú ert að fara. Varst það þú, sem
fórst með mér þangað?« »Það held eg nú, en það var nú
ekki í fyrsta sinni, sem fundum okkar bar saman, gamli
minn, svo að það er ekkert undarlegt þó við könnumst hvor
við annan, eg hefi svo sem klætt þig úr hversdagsfötunum
oftar en einu sinni«. »Það segir þú víst alveg satt«, svar-
aði eg. »Og þakka þér fyrir gamalt og gott«. »Sömuleiðis
gamli minn. Okkur kom bara vel saman á ferðalaginu«.
Alt er þetta hárrétt, er hann dregur fram í sannana-
skyni, fyrir áður mynduðum kunningsskap okkar. Og eg
er í engum vafa um að það er hann og enginn annar,
sem einatt hefir verið förunautur minn á slíku ferðalagi,
og um ekkert af þessu gat frú Guðún hafa haft nokkra
vitneskju.
Mig minnir að eg hafi einhverju sinni sagt ykkur frá
ferðalaginu er eg fór í þetta sinn, og sleppi því að fara
meira út í það.
Einu sinni, er eg átti heima á Eskifirði, lá einn góð-
vinur minn í taugaveiki. Eg hafði ekki frétt neitt ábyggi-
legt af líðan hans í nokkura daga og þótti það leitt.
Eina nóttina var komið til mín og sagt við mig, að eg
skyldi koma með og heimsækja þennan vin minn. Eg varð
næsta feginn boðinu og eg hafði »fataskipti« í skyndi og