Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 5
MORGDNN
131
ar: Það er lítill vandi fyrir undirrvitund miðilsins að segj-
ast vera svo og svo gömul, ekki sízt þer sem engar sögu-
sagnir eru til um það, að þessi vera hafi nokkurn tíma
verið til á jörðunni. En málið er nokkuð flóknara. Lady
Nona gerir tilraun til að sanna sig. Eftir því sem ástatt er
virðist ekki að því hlaupið. En aðalsönnunin, sem hún hef-
ir barist við að koma fram — auðvitað með mikilli fyrir-
höfn og erfiðismunum — er sú að tala egypzku með
munni miðilsins.
Auðvitað kunni ekki þessi unga stúlka nokkurt orð í
egypzku. Ekki heldur aðrir, sem viðstaddir voru. Þá var
leitað til egypzkufræðings. og hann ráðlagði að reynt væri
að skrifa orðin eftir framburði. Það tókst, og skriftin var
þá afhent fræðimanninum til rannsóknar. Þetta reyndist þá
ekki að eins rétt egypzka, heldur sú egypzka, sem töluð var á
þeim tímum, sem Lady Nona tjáir sig hafa lifað á. Alls höfðu
388 egypzkar setningar verið talaðar, þegar bókin kom út.
Það er ekkert óþekt eða nýtt fyrirbrigði, að talað sé
í sambandsástandi tungumál, sem miðillinn kann ekkert i.
Eitt frægasta og furðulegasta atvikið þess kyns er, þegar
enskur kínverskufræðingur fékk á kínversku skýring á kín-
versku tornriti — skýring, sem hvorki honum né neinum
öðrum hafði komið til hugar. Þessi fyrirbrigði hefir ekki
verið nokkur vegur að rengja. Menn kannast við, að þau
hafi gerst. En það hefir verið reynt að rengja það, að þau
stafi frá öðrum heimi. Menn hafa verið með hinar furðu-
legustu og fáránlegustu tilgátur um það, að tungumálið sé
sogið út úr hug þess viðstadda manns, sem skilur það, þó
að ekki verði bent á beina hliðstæðu í reynslu mannkyns-
ins. Hér er töluð tunga, sem er liðin undir lok sem lifandi
mál fyrir þúsundum ára, og hún er töluð við menn, sem
ekki skilja og aldrei hafa skilið nokkurt orð í henni. Það
væri fróðlegt að fá að heyra, hverjar sannanir menn telja
óyggjandi, ef ekki má taka mark á þessari.
En fyrirbrigðið er merkilegt frá annari hlið, eins og bent
hefir verið á í umræðum um það. Því að mikla athygli
9»