Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 39
MORGUNN 165 Þá heyrði eg alt i einu gletnislegan hlátur rétt við eyrað á mér. Eg leit við og sá nú ókunnan mann við hliðina á mér, sem mér virtist skemta sér vel við undrun mína og tiltektir. »Ónei, kunningi, þú ert bráðlifandi, eg hjálpaði þér bara til að skreppa sem snöggvast úr hversdagsfötunum þinum, lofa þér að koma einu sinni í sparifötin þín«. »Ertu lengur viss um, að sálin sé það sama og jarð- neski líkami þinn?« Nú þóttist eg skilja, hvernig í öllu lægi, það var verið að svara gömlu spurningunni minni, og leysa úr einni af þeim ráðgátum tilverunnar, sem eg hafði svo lengi glímt við, og mér hafði fundist skipta svo miklu máli. Allur geigur var nú horfinn úr huga mér, hann virtist hafa gufað burtu með komu þessa áðurnefnda gests, sem eg að vísu sá ekki lengur, þó mér fyndist hann eigi að siður vera inni í herberginu hjá mér. Eg ásetti mér nú að nota fengið frelsi þessa stund, og gekk fram að dyr- unum og tók í hurðarsnerilinn, en það var óþarfa fyrirhöfn, bara gamall vani, efnið veitti mér enga mótstöðu og eg fór niður stigann og út fyrir húsið. Eg sá menn á gangi úti á götunni, og meðal þeirra sá eg einn góðvin minn, er eg vissi þegar mundi vera á leið til mín. Mér fanst nú að vísu, að ekki stæði sem bezt á fyrir mér að taka á móti honum, en um leið og eg hugsaði setninguna var eg aftur kominn upp í herhergi mitt. Eitt augnablik gleymdi eg öllu, uns eg vaknaði aftur i gömlu fötunum minum við það, að drepið var á dyr. Eg var að vísu dálitið þreyttur eftir fataskiptin, en það voru smámunir í augum mínum, mér hafði hlotnast fróð- leikur, mikils verður fróðleikur um sjálfan mig og tilveruna; þetta atvik hafði sópað burtu síðustu leifum efnishyggju- skýringanna úr hug mínum; spurningunni minni hafði verið svarað. Alllöngu síðar, er eg átti heima á þessum sama stað, (Eskifirði), vildi svo til að eg vaknaði af svefni siðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.