Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 39
MORGUNN
165
Þá heyrði eg alt i einu gletnislegan hlátur rétt við
eyrað á mér. Eg leit við og sá nú ókunnan mann við
hliðina á mér, sem mér virtist skemta sér vel við undrun
mína og tiltektir.
»Ónei, kunningi, þú ert bráðlifandi, eg hjálpaði þér
bara til að skreppa sem snöggvast úr hversdagsfötunum
þinum, lofa þér að koma einu sinni í sparifötin þín«.
»Ertu lengur viss um, að sálin sé það sama og jarð-
neski líkami þinn?« Nú þóttist eg skilja, hvernig í öllu
lægi, það var verið að svara gömlu spurningunni minni,
og leysa úr einni af þeim ráðgátum tilverunnar, sem eg
hafði svo lengi glímt við, og mér hafði fundist skipta svo
miklu máli.
Allur geigur var nú horfinn úr huga mér, hann virtist
hafa gufað burtu með komu þessa áðurnefnda gests, sem
eg að vísu sá ekki lengur, þó mér fyndist hann eigi að
siður vera inni í herberginu hjá mér. Eg ásetti mér nú
að nota fengið frelsi þessa stund, og gekk fram að dyr-
unum og tók í hurðarsnerilinn, en það var óþarfa fyrirhöfn,
bara gamall vani, efnið veitti mér enga mótstöðu og eg
fór niður stigann og út fyrir húsið. Eg sá menn á gangi
úti á götunni, og meðal þeirra sá eg einn góðvin minn,
er eg vissi þegar mundi vera á leið til mín.
Mér fanst nú að vísu, að ekki stæði sem bezt á fyrir
mér að taka á móti honum, en um leið og eg hugsaði
setninguna var eg aftur kominn upp í herhergi mitt.
Eitt augnablik gleymdi eg öllu, uns eg vaknaði aftur
i gömlu fötunum minum við það, að drepið var á dyr.
Eg var að vísu dálitið þreyttur eftir fataskiptin, en það
voru smámunir í augum mínum, mér hafði hlotnast fróð-
leikur, mikils verður fróðleikur um sjálfan mig og tilveruna;
þetta atvik hafði sópað burtu síðustu leifum efnishyggju-
skýringanna úr hug mínum; spurningunni minni hafði
verið svarað.
Alllöngu síðar, er eg átti heima á þessum sama
stað, (Eskifirði), vildi svo til að eg vaknaði af svefni siðari