Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 63
MOEGUNN
189
roskna konu, sem mér var sagt að væri auðug ekkja
manns, sem hafði stofnað auðug félög í New Jersey og
Kaliforníu. Hún virtist þekkja röddina, sem ekki var sterk,
að það væri rödd sonar síns, sem var dáinn. Hún talaði
við þessa rödd eins og hún væri orðin vön því.
Aðrar raddir komu fram og í hvert sinn virtust þeir,
sem ávarpaðir voru, kannast við þær og skilja skeytin, en
þau voru flest um einkamál.
Þá kom rödd, sem fékk hárin til að rísa á höfði mér.
Það var rödd Conan Doyles, sem eg hafði þekt í lifanda
lifi, eða fullkomin eftirlíking af henni, og það var ekkert
búktal.
Röddin kom úr ekki minna en 10 feta fjarlægð frá
miðlinum, sem dró andann þungt, og ávarpaði hún fyrst
Joseph de Wyckoff, gamlan alþjóðalögfræðing og verzlun-
armann, sem hafði mikil viðskipti bæði í þessu landi og
erlendis.
Enginn, sem heyrt hafði rödd Conan Doyles i lifanda
lífi, mundi geta gleymt henni. Það er sjálfsagt ekki bein-
línis hægt að lýsa henni með orðum (cold type), en hún
hafði sérkennilega áherzlu, hljómblæ og málfar, ásamt sér-
einkennum, sem vinum hans eru ógleymanleg.
»Þér eruð heiðursmaður sá, blaðamaðurinn«, sagði
Doyle-röddin, og varð skýrari og sterkari og talaði sjálf-
stætt án þess að nota lúðurinn, »sem sagði svo nákvæmt
og frjálslega frá ræðu minni í Washington. Eg vildi láta
yður vita, að eg er yður þakklátur fyrir það«.
Nú hóf eg aftur samtalið, þar sem við höfðum hætt
meira en 12 árum áður í Shoreham hjá Washington. Eg
hafði dálítið undarlega tilfinningu, en eg ásetti mér að tala
i sama anda og þá og eins og eg væri fullviss um, að
Conan Doyle væri í herberginu.
Tillaga um rannsókn.
»Munið þér eftir tillögunni, sem eg bar undir yður,
þegar eg átti viðtalið við yður í Washington?«