Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 4

Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 4
130 MOE6UNN Eg hefi látið uppi skoðun mína um það, að kirkja þjóðarinnar eigi við mikla örðugleika að etja um þessar mundir. Þó að eg sé mér þess meðvitandi, að ummæli min um það efni hafi ekki verið sprottin af öðru en góð- vild til kirkjunnar, býst eg við — enda hefi orðið þess var — að þau hafi orkað nokkurs tvímælis. Eg ætla ekki að fara út í þá sálma að þessu sinni. Eg geri ráð fyrir, að hvernig sem menn vilji orða það, þá verði flestir sammála um það, að hagur kirkjunnar sé örðugur um þessar mund- ir, og að hún njóti ekki þess fylgis, sem þeir menn óska, er hafa nokkra trú á köllun hennar með þjóð vorri. Spurningin verður þá þessi: Hvernig á að lagfæra þetta? Eg veit, að menn hugsa sér ýmis konar ráð til þess, og hafa meiri eða minni trú á þeim, eins og gengur. Eg er ekkert að deila á þau ráð. Eitthvert gagn kunna þau að geta gert, og í góðu skyni er með þau komið. En það er sannfæring mín að einhlít sé þau ekki, og að róttækari ráða þurfi að leita. Eg hefi mitt ráð. Til þess er eg hing- að kominn að minnast á það. Og ráðið er það, að kirkjan fari að færa sér í nyt árangur sálarrannsóknanna. Eg get, af skiljanlegum ástæðum, ekki gert grein fyrir þeim árangri hér, né sönnununum fyrir honum. Það má með sanni segja, að það sé orðið að heilli vísindagrein, og yrði alt of langt mál hér. En eg get ekki bundist þess að láta þess getið, að einmitt í þessari dvöl minni í Norður- landi í sumar hefir mér borist bók, sem færir þær sannan- ir, sem vafalaust eru a. m. k. í flokki þeirra, er örðugast er að mótmæla að séu frá öðrum heimi. Enskur maður, Dr. Frederick H. Wood, hefir um nokk- ur síðustu árin gert tilraunir með enska stúlku, sem nefnd er dulnefninu Rosemary. Meðal annara hefir þar mikið gert vart við sig vera, sem kölluð er Lady Nona. Hún tjáir sig hafa lifað á Egyptalandi fyrir meira en 30 öldum, -og bókin heitir: »Eftir 30 aldir« (After thirty centuries). Nú er ekki nema eðlilegt að einhverjum komi til hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.