Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 14
140
MORGUNN
færslu við, að máttur kirkjunnar mundi aukast við það, ef
menn færu að geta átt von á því að fá við guðsþjónust-
urnar í kirkjunum áreiðanleg skeyti frá framliðnum vinum
sinum. Þórhalli biskupi Bjarnarsyni fórust einu sinni orð í
Kirkjublaðinu í þá átt að ef ein rödd bærist þaðan, svo
að menn væru vissir um hana, þá mundi það hafa meiri
áhrif en allar prédikanir prestanna. Eg get sagt um mig,
að svo hefir mér farið. Og ekki mundi það verða áh'rifa-
laust, ef menn gætu átt von á að fá í guðsþjónustunum
bót við veikindum sínum. Vinir kirkjunnar kvarta stundum
undan þvi, að hún hafi ekkert vald. Veraldlegt vald henn-
ar mundi ekkert aukast við það, sem eg er að tala um,
enda væri hún engu bættari fyrir það, því að guðsriki
er ekki af þessum heimi. En andlegt vald hennar mundi
stórum aukast. Hún mundi hafa »vinsældir af öllum lýð«,.
eins og sagt er um fyrsta kristna söfnuðinn. Það mundi
ekki lengur vera talin örugg leið til lýðhylli og kjörfylgis
að þröngva kosti kirkjunnar.
Rétt virðist mér að taka það fram hreinskilnislega, að
það er ekki eingöngu af umhyggju fyiir kirkjunni, að eg
vek máls á þeirri nýbreytni, sem eg tala um í dag. Eg
er sannfærður um að mótmælenda kirkjan lendir í van-
mætti og óvirðing, ekki eingöngu hér á landi, heldur um
allan heim, ef hún legst undir höfuð að sinna afskiptum
annars heims af mönnunum. Og eg held, að það væri illa
farið. Eg held, að því færi fjarri, að mennirnir eigi vísa
von á öðru betra, sem komi í hennar stað. Svo að eg segi
það vegna þjóðarinnar, sem eg hefi verið að segja. En eg
segi það Iíka vegna sálarrannsóknarmálsins sjálfs. Eins og alt,
sem mikils er um vert, er það viðsjált mál. Það getur og
hefir leitt fáfróða menn út í margvíslegar gönur og vit-
leysu og eg hefi séð dæmi þess nú þegar meðal íslend-
inga. Það er óumræðilega mikilsvert, að því sé veitt for-
staða af mentuðum mönnum, sem gæddir eru sæmilegri
gagnrýni. Eins og til hagar hér á landi, veit eg engan