Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 52
178
MORGUNN
sú lýsing við frú Guðrúnu Guðmundsdóttur; var lýsing
hans af henni nákvæm og ítarleg. Einnig kvaðst hann
hafa séð mig þarna, en það sem sér hefði þótt kynlegast,
væri það, að búið hefði verið að binda okkur saman með
hárfínum þræði, sem sér hefði verið ómögulegt að slíta
sundnr. Sýndi eg honum nú blaðið, og þótti okkur dálítið
kynlegt samband það er virðist vera milli þess, er skrifast
heima hjá mér og hann dreymir. Að öðru leyti þarf það,
er hann dregur fram, engra skýringa við. Þau önnur endur-
minningar atriði er hann tilfærir, eru hárrétt, og sönn lýs-
ing af samveru okkar, en um annað er þar kemur fram,
er ekki mitt að dæma.
Eg aflaði mér svo upplýsinga um þennan mann, er
þannig bafði sannað mér nærveru sína og reyndist ætlarr
Jakobs um að hann myndi lifandi alveg rétt, en hvort hann
á nokkura vitund í hug sínum eða endurminningu um þetta
ferðalag sitt veit eg ekki enn sem komið er.
Eg mintist á það fyr í erindi mínu, að þessi atvik.
úr sálrænni reynslu minni hefðu, jafnhliða þeim sönnunum
sem eg er sannfærður um, að framliðnir vinir mínir og
kunningjar hafa verið að færa mér fyrir framhaldslífi sínu
í öðrum heimi umliðin ár, átt sinn þátt í því, að kippa
stoðunum undan skýringum efnishyggjunnar í huga mínum.
Þau hafa orðið til þess að sannfæra mig betur en nokkuð
annað um það, að maðurinn sé, þegar í jarðlífinu, tvöföld
vera, að hinn jarðneski likami geymi inni í sjálfum sér,
sinn ósýnilega gagnpart, sem þrátt fyrir það, hversu,,
nátengdur, sem hann virðist hinum jarðræna nafna
sínum, er þess umkominn undir sérstökum skilyrðum að
ylirgefa hann og starfa sjálfstætt fyrir utan hann. En þar
sem þetta getur gerst þegar í jarðlífinu, þá virðist ekki
vera nein rökvilla í að álykta, að þetta gerist einnig við
líkamsdauðann.
En fyrir því að þetta gerist, virðast liggja nokkuð
ótviræðar sannanir, sannanir sem þá einnig virðast styðja
það og sanna, að vitsmunavera, sem hugsar, framkvæmir