Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 59
MUE6UNN
185
fyrirhöfn fyrir fáeina menn, og eg var ekki í neinum vafa
um það, að margir mundu vilja koma og hlusta, eins og
líka raun bar vitni um síðar. Eg vissi vel að yndislegt yrði
að vera þarna með nokkurum samstiltum sálum, eins og
fyrir Ásgeiri Sigurðssyni vakti. En eg mat það meira að
fjöldinn nyti góðs af þessu. Hann tók þessu ágætlega. Og
áður en við skildum höfðum við ráðið það af að bindast
fyrir þessu, ef við fengjum samþykki sira Haralds til þess. Ás-
geir Sigurðsson var altaf formaður þeirrar nefndar, sem tók að
sér að annast þetta fyrirtæki, fundir hennar voru ávalt
haldnir heima hjá honum og fjárhagslega lagði hann altaf
allra manna mest til fyrirtækisins. Hann mun aldrei hafa
látið sig vanta á nokkura guðsþjónustu síra Haralds, þegar
hann gat komist þangað heilsunnar vegna.
Þegar farið var að undirbúa stofnun Sálarrannsókna-
félagsins, tók hann því ágætlega, Hann var einn af stofn-
endum þess og var í stjórn þess frá byrjun og fram að
andlátinu. Framan af sótti hann alla fundi félagsins. En svo
kom að því að heilsan þvarr, og hann sá sér ekki fært
að taka þátt í neinum félagsskap að kveldi til.
Hann var einn þeirra manna, sem beztan þátt áttu í
því að hleypa Morgni af stokkunun, var með í ábyrgð
fyrir þeirri fjárhæð, sem nauðsynleg var til þess að tima-
ritið gæti byrjað.
E. H. K.