Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 106
232
MORGUNN
linga, þegar þeir voru sofandi. Eg hefi oftar en einu sinni
séð hana leggja hönd sína á enni sjúklings, sem þjáðist
svo sárt, að hann stundi og kveinaði. Og litlu síðar var
sjúklingurinn orðinn laus við þrautirnar, sofnaði værum svefni
og vaknaði síðar miklu betri. Oft hefi eg komist að raun
um það, að eftir að Iækninga engillinn hafði komið til
einhvers af sjúklingum mínum, var lífæðin orðin reglulegri
og hitinn nær því sem hann átti að vera á heilbrigðum
manni.
Oft hjálpaði lækninga-engillinn mér, þegar eg var að
sinna sjúklingi, færði stundum til á mér höndina; þó að
ótrúlegt megi virðast, aðstoðaði hún mig stundum við að
reisa upp eða flytja til þungan og máttvana mann, sem
þjáðist af sjúkdómi eða hafði orðið fyrir slysi.
Auk þeirra engla annara, sem eg hefi ritað um, var
lækninga-engillinn ekki sá eini, sem eg sá innan um sjúk-
lingana í spítalanum. Aðrir komu og fóru við og við, líkt
og mannlegu gestirnir, nema að þeir komu og fóru með
öðrum hætti — birtust skyndilega og hurfu skyndilega.
En lækninga-engillinn var sá eini, sem eg get fullyrt um
afdrattarlaust að hafi komið með lækningu til þeirra sjúk-
linga, sem hann vitjaði, því að fyrir því fékk eg sannanir
hvað eftir annað.
Á ungri konu, sem hafði orðið undir þungum vagni og
orðið fyrir hræðilegum meiðslum innvortis, kom fram sú
sönnunin, er mest var sannfærandi, þeirra er eg athugaði,
um gagnið að þjónustu lækninga-engilsins. Hún var flutt
inn í sjúkrastofu, þar sem eg átti að hjúkra að nóttunni.
Læknirinn, sem þá var við, rannsakaði hana vandlega og
sagði að vonlaust væri um hana.
Hún hafði verið í sjúkrastofunni stuttan tíma og eg
stóð við rúmið hennar; eg var að brjóta heilann um, hvað
eg gæti gert til þess að lina þjáningar hennar, sem voru
miklar, og eg var að hugsa um, hve raunalegt það væri
að tvö litlu börnin hennar yrðu svo bráðlega svift ást og
umhyggju móður sinnar. Þá birtist bjarti engillinn við