Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 75
MORGUNN
201
. Eins og við mátti búast, hefir stofnun þess
mótmaúa ^ Prestafélagsskapar í London (Order of the
Preparation for the Communion of Souls),
sem skýrt er frá í erindi því, er ritstjóri Morguns flutti að
Undirfelli 18. ágúst siðastliðinn, ekki gengið orðalaust af.
Tveir biskupar hafa risið gegn honum, biskupinn í London
og biskupinn í Winchester. Lundúnabiskupinn heldur því
fram, að allar tilraunir til þess að komast í samband við
annan heim með miðlum séu með öllu rangar, mjög hættu-
legar, óvirðing framliðnum mönnum og ónýt tímaeyðsla
jarðneskum mönnum. Um hætturnar við þessar tilraunir
tekur hann það fram, að vér kunnum að komast i sam-
band við alt annað en æskilegar verur. Ennfremur segir
hann, að bannað sé í ritningunni að kalla fram anda fram-
liðinna manna, og að það sé illa gert að leika á menn,
sem mist hafa ástvini sina og þrá það að fá enn einu sinni
að heyra til þeirra. Að lokum kemur biskupinn með sína
skýring á skeytunum, sem menn fá — að þau stafi af
þeim hæfileika miðlanna að lesa hugsanir þeirra, sem til
þeirra koma. Hann rökstyður ekkert þessar staðhæfingar
sínar, og gerir enga grein fyrir því — sem sennilega er
ekki svo auðhlaupið að — hvernig það að lesa hugsanir
annara manna á að koma mönnum í sérstaka hættu við
að komast í samband við vondar verur. Biskupinn í
Winchester tekur í sama strenginn, sem embættisbróðir
hans i London. Spírítistar á Englandi telja það mikil hlunn-
indi og happ fyrir sig, að biskuparnir skuli hafa tekið til
máls, því að ummæli þeirra hafa valdið hvassviðri i ensku
blöðunum. Menn hafa tekið til máls þar, hver eftir annan,
til þess að andmæla biskupunum, og þetta hefir orðið
rokna-auglýsing fyrir spíritismann.
. Sennilega er í margra augum mest um það
tekurtnmáls. Vert að SÍF 01ÍVer LodSe hefir Iagt 0rð 1
belg og andmælt ummælum biskupsins i
London. Ekki fyrir það, að hann segi meira en ýmsir aðrir,
heldur vegna þess mikla álits og þeirrar djúpsettu lotning-