Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 19
M 0 E G U N N
145
kærleikanum til barna hans, meðbræðra vorra, og hvernig
ættum við líka með öðru móti að sýna kærleika veru, sem
enginn getur séð né heyrt. Því síður geta menn þá miðað
aðra breytni sína við það, að hún sjái og heyri alt. Það
er svo fjarlægt mönnunum að vonlaust er um að þeir
geri það alment, þótt einstaka menn hafi gert það og geri
það. En Kristur átii heldur alls ekki uið Guð, þegar hann
sagði þessi orð, sem eg liefi ualið mér fyrir texta. í dag.
Kristur var svo nákunnugur fyrirkomulagi tilverunnar, að
hann vissi, að það, sem gerist í mannheimi, það sést og
heyrist af ótölulegum fjölda af uerum, sem eru í sambýlí
uið oss mennina, meðan uið dueljum i líkamanum, þótt
uér sjáum þcer ekki. Trúin á þessar verur hefir verið að
þurkast út úr kristninni nú um margar aldir. Reyndar hefir
katólska kirkjan aldrei strikað þær út til fulls, en hún hefir
þó fjarlægt þær skynsömum mönnum með heimskulegri til-
beiðslu, en siðaskiptin, sem að sumu leyti hafa verið rang-
nefnd siðabót, þau drógu fjöður yfir þetta sambýli eins og
svo margt annað, sem höfundar siðskiptanna skildu ekki.
Mér er enn i minni kaflinn um englana, úr trúfræði, sem
eg las fyrir löngu. Eg las kaflann vandlega. En eftir lest-
urinn sagði eg við sjálfan mig: Trúir maðurinn á tilveru engla
eða trúir hann ekki? Þeirri spurningu er enn ósvarað í
mínum huga. Af bókinni varð það alls ekki dæmt. Auð-
sýnilega hafði höfundurinn verið i vandræðum. Hann vissi
að öll helgirit allra trúarbragða veraldarinnar eru full af
frásögnum um yndislegar verur, sem eru sambandsliður
mannanna og æðri máttarvalda. Frásögurnar um þær ganga
eins og rauður þráður í gegnurn nær því öll rit biblíunnar.
En efnisvísindi veraldarinnar hafa ekki rúm fyrir annað í
alheiminum en það sem sést með venjulegri sjón eða í
smásjám og víðsjám. Þegar svo guðfræðingnum og raun-
hyggjumanninum í þessum háskólakennara lendir saman,
veit hann ekkert, hvað hann á að segja og þorir með hvor-
ugum að vera. Svona hefir lika farir fyrir öllum þorra
10