Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 21
MOKGUNN
147
taka andleg dularmögn til greina. Og margt af því, sem
vísindi efnisins eru nú að sýna oss, sannar oss einmitt að
fleira er til í veröldinni en oss fyrir skemstu óraði fyrir.
Vér skulum til dæmis taka hið dularfulla tæki nútímans,
útvarpstækið. Það einfalda áhald gerir oss færa um að
heyra um allan heim. Þetta er gert með þeim hætti að
ýmiskonar hljóð eru send út í heiminn með krafti frá
sterkum rafstraumi. Þér haldið ef til vill að hljóðin berist
á öldum loftsins, sem komist á hreyfingu fyrir áhrif straums-
ins. Þetta er alls ekki svo. Hinn sterkasti rafstraumur, sem
þekkist í heimi, mundi ekki orka að senda hljóð á loft-
bylgjum nema tiltölulega mjög skamma leið. Loftið er svo
þungt og veitir svo rnikla mótstöðu. Nei, vísindin vita að
allur geimurinn er fullur af einhverju efni, sem ekki er
samsett úr neinum þeirn efnum, sem menn þekkja og hefir
enga þyngd eins og alt annað, sem þekkist í efnisheimin-
um. Menn vita ekkert um þetta efni, nema menn vita að
það er til. Vísindamennirnir kalla það »eter« og segja að
hljóðið, sem vér náum úr útvarpstækinu berist til vor á
bylgjum etersins. Þarna segja þó vislndin oss að vér lif-
um í heimi, sem fulliir sé af ósýnilegu og óþreifanlegu efni
sem fylli alla hlutí og hafi margvisleg áhrif. Hvernig fara
þá menn, sem þetta játa, að efast um að til sé andlegur
heimur með verum, sem við getum ekki skynjað í venju-
legu ástandi og með venjulegum tækjum eða jafnvel full-
ýrða, að þær séu ekki til, þegar mannkynið hefir orðið
varí við þessar verur á öllum öldum? Nei, vinir rnínir!
Það verður ekki með nokkru skynsamlegu móti komist
undan því að játa það að vér lifum í sambýli við verur,
sem vér venjulega heyrum ekki né sjáum.
En hverjar eru þá þessar verur? í ritningunni eru
venjulega nefndir englar, sem gerðu vart við sig, þegar
mennirnir voru staddir í nauðum, líkamlega eða andlega.
Þeir eru þar skoðaðir sem sérstakir sendiboðar Guðs. Víst
er það ekki ósennilegt að til kunni að vera aðrar verur
en við mennirnir á þessari jörð, við sem ekki erum annað
10*